Laus störf

Allir umsækjendur sem sækja um auglýst störf fá svör við umsókn sinni þegar ráðningarferlinu er lokið. Athugið að ekki eru send út svör við almennum umsóknum.

Akurskóli - Kennari eða sérkennari

Starfssvið: Akurskóli leitar að metnaðarfullum og áhugasömum aðila í 100% starf í námsver á unglingastigi.

Í Akurskóla eru um 330 nemendur og um 80 starfsmenn. Leiðarljós skólans er: Virðing – Gleði – Velgengni. Akurskóli hefur skilgreint stefnu sína og í skólanum er meðal annars lögð áhersla á jöfn tækifæri til náms, teymisvinnu kennara, heilbrigði og velferð ásamt öflugu foreldrasamstarfi.

Upphaf ráðningar er 1. ágúst 2024.  Um er að ræða 100% starf og launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FG.

Hlutverk/helstu verkefni:

  • Vinna með nemendum og/eða kennsla í námsveri fyrir 7. – 10. bekk.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Kennaramenntun og starfsleyfi sem kennari.
  • Reynsla af vinnu með börnum.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
  • Færni og lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Jákvæðni og sveigjanleiki.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.
  • Hreint sakavottorð.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf. Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil ásamt afriti af leyfisbréfi. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.  

Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Heimilt er að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort umsækjandi hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, sjá 3. mgr. 12. gr. laga nr. 95/2019.

Upplýsingar gefur Sigurbjörg Róbertsdóttir, skólastjóri Akurskóla, netfang: sigurbjorg.robertsdottir@akurskoli.is og í síma 8493822.

Umsóknarfrestur til: 16. maí 2024

Sækja um þetta starf

Akurskóli - Þroskaþjálfi

Starfssvið: Þroskaþjálfi í sértæku námsúrræði, Lindin

Akurskóli leitar að metnaðarfullum og áhugasömum aðila í 100% starf með þroskaþjálfamenntun til starfa í sértæku námsúrræði, Lindinni.

Í Akurskóla eru um 330 nemendur og um 80 starfsmenn. Leiðarljós skólans er: Virðing – Gleði – Velgengni. Akurskóli hefur skilgreint stefnu sína og í skólanum er meðal annars lögð áhersla á jöfn tækifæri til náms, teymisvinnu kennara, heilbrigði og velferð ásamt öflugu foreldrasamstarfi.

Ráðning er frá 1. ágúst 2024. Um er að ræða 100% starf og launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Hlutverk/helstu verkefni:

  • Sinnir þjálfun og leiðsögn nemenda sem þurfa á sérstakri þjónustu að halda og stunda nám í Lindinni.
  • Unnið er í Lindinni samkvæmt hugmyndafræði TEACCH.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Þroskaþjálfamenntun.
  • Reynsla af vinnu með börnum með sérþarfir.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
  • Færni og lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Jákvæðni og sveigjanleiki.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.
  • Hreint sakavottorð. 

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf. Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil ásamt afriti af leyfisbréfi. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið ásamt upplýsingum um umsagnaraðila.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað.

Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Heimilt er að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort umsækjandi hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, sjá 3. mgr. 12. gr. laga nr. 95/2019.

Upplýsingar gefur Sigurbjörg Róbertsdóttir, skólastjóri Akurskóla, netfang: sigurbjorg.robertsdottir@akurskoli.is S. 8493822.

Umsóknarfrestur til: 16. maí 2024

Sækja um þetta starf

Akurskóli – Dönskukennari

Starfssvið: Akurskóli leitar að metnaðarfullum og áhugasömum kennara til að kenna dönsku í 7. – 10. bekk.  

Í Akurskóla eru 330 nemendur og starfsfólk er um 80. Leiðarljós skólans er: Virðing – Gleði – Velgengni. Akurskóli hefur skilgreint stefnu sína og í skólanum er meðal annars lögð áhersla á jöfn tækifæri til náms, teymisvinnu kennara, heilbrigði og velferð ásamt öflugu foreldrasamstarfi.

Ráðning er frá 1. ágúst 2024. Starfshlutfall 100% og laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FG.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Hlutverk/helstu verkefni:

  • Kennsla í dönsku á unglingastigi ásamt faglegri vinnu í skóla.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
  • Reynsla af kennslu í grunnskóla á elsta stigi. 
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.
  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.
  • Jákvæðni gagnvart skólaþróun.
  • Hreint sakavottorð. 

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf. Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil ásamt afriti af leyfisbréfi. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Heimilt er að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort umsækjandi hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, sjá 3. mgr. 12. gr. laga nr. 95/2019.

Upplýsingar gefur Sigurbjörg Róbertsdóttir, skólastjóri Akurskóla, netfang: sigurbjorg.robertsdottir@akurskoli.is S. 8493822.

Umsóknarfrestur til: 16. maí 2024

Sækja um þetta starf

Drekadalur - Deildarstjórar

Nýr leikskóli, leikskólinn Drekadalur í Innri Njarðvík auglýsir eftir sex deildarstjórum fyrir næsta skólaár. Um framtíðarstörf er að ræða í 100% starfshlutföll frá og með 10. ágúst 2024 eða eftir nánara samkomulagi. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags FL félags leikskólakennara.

Leikskólinn Drekadalur er sex deilda leikskóli með 120 nemendum.  Í Drekadal verður lögð áhersla á samvinnu og nýtingu mannauðs ásamt leik barna sem verður gert hátt undir höfði.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Vinnur að og ber ábyrgð á uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra
  • Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni og foreldrasamvinnu
  • Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á miðlun upplýsinga til starfsfólks, stjórnenda og foreldra
  • Ber ábyrgð á og stýrir deildarfundum og skipuleggur undirbúningstíma starfsfólks
  • Hefur umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna á deildinni
  • Ber ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá og að öll börn fái kennslu og umönnun við hæfi
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Starfsleyfi sem leikskólakennari (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Reynsla af starfi deildarstjóra í leikskóla er æskilegt
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
  • Góð færni, lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Afar mikilvægt er að viðkomandi eigi auðvelt með mannleg samskipti, geti lesið í umhverfi sitt, sýni frumkvæði í starfi og sé tilbúinn til að takast á við skemmtilegt starf með börnum
  • Góð íslenskukunnátta

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilsskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar ásamt rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur María Petrína Berg leikskólastjóri netfang maria.p.berg@drekadalur.is S. 8523964

Umsóknarfrestur til: 20. maí 2024

Sækja um þetta starf

Félagsmiðstöð Háaleitisskóla – Umsjónarmaður

Félagsmiðstöð í Háaleitisskóla auglýsir eftir starfsmanni í 100% starf sem umsjónarmaður félagsmiðstöðvarinnar.

Fjölbreytt, skemmtilegt og skapandi starf með ungmennum. Tækifæri til stefnumótunar í nánu samstarfi við starfsfólk Fjörheima félagsmiðstöðvar og stjórnendur í Háaleitisskóla. Stefnt er að því að bjóða upp á dag- og kvöldopnanir fyrir ungmenni í Háaleitisskóla með áherslu á leik, sköpun, lýðheilsu og ungmennalýðræði. Félagsmiðstöðin er staðsett í Háaleitisskóla á Lindarbraut 624, 235 Reykjanesbæ.

Ráðning er frá 1. ágúst 2024. Um er að ræða ótímabundna ráðningu. Vinnutími er frá kl. 08:00-16:00/ 09:00-17:00 eða 14:00-22:00.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni:

  • Umsjón með félagsmiðstöð í Háaleitisskóla.
  • Bjóða upp á dag- og kvöldopnanir fyrir ungmenni í Háaleitisskóla.
  • Leiðbeina og tryggja þátttöku ungmenna í starfi með styrkleika þeirra að leiðarljósi.
  • Skipulagning og uppsetning á viðburðum, klúbbum eða öðrum verkefnum.
  • Umsjón með starfsmannafundum.
  • Undirbúningur og frágangur í upphafi/ lok hvers dags.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf í Tómstunda- og félagsmálafræði og/eða önnur uppeldismenntun sem nýtist í starfi.
  • Samskipta- og samvinnuhæfni, ásamt getu til að miðla upplýsingum.
  • Jákvætt og lausnamiðað hugarfar.
  • Sveigjanleiki og hjálpsemi.
  • Þolinmæði og umhyggja.
  • Hæfni til þess að lesa í aðstæður.
  • Virðing fyrir ungmennum og samstarfsfólki, skoðunum þeirra og upplifun.
  • Tæknilæsi eða vilja til þess að nýta sér tækni í starfi.
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.
  • Hreint sakarvottorð.

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið, ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Gunnhildur Gunnarsdóttir, forstöðumaður Fjörheima og 88 hússins, netfang gunnhidur.gunnarsdottir@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 31. maí 2024

Sækja um þetta starf

Heiðarskóli - Aðstoðarskólastjóri

Staða aðstoðarskólastjóra í Heiðarskóla er laus til umsóknar. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna skólasýn og góða færni í mannlegum samskiptum.

Í Heiðarskóla eru um 440 nemendur og um 80 starfsmenn. Einkunnarorð skólans eru háttvísi, hugvit og heilbrigði. Unnið er eftir hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar. Áhersla er lögð á samvinnu, skapandi hugsun, fjölbreytta kennsluhætti og gott foreldrasamstarf.  

Heiðarskóli hefur á að skipa vel menntuðu, metnaðarfullu og hæfu starfsfólki.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf ekki seinna en 1. ágúst 2024. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og SÍ. Um 100% starf er að ræða.  

Meginhlutverk aðstoðarskólastjóra er að:

  • Vera staðgengill skólastjóra og taka virkan þátt í daglegri stjórn skólans
  • Veita faglega forystu og vinna að mótun og framkvæmd faglegrar stefnu skólans
  • Vinna að skipulagi skólastarfs og stuðla að framþróun þess
  • Vinna að öflugu samstarfi innan skólasamfélagsins
  • Hefur umsjón með starfsþróun og sjálfsmati skólans

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Kennaramenntun og leyfisbréf kennara
  • Viðbótarmenntun sem nýtist í starfi er kostur og/eða reynsla af stjórnunarstörfum
  • Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Góðir skipulagshæfileikar
  • Frumkvæði og samstarfsvilji
  • Færni til að leita nýrra leiða í skólastarfi og leiða framsækna skólaþróun
  • Faglegur metnaður, hugmyndaauðgi og skipulagshæfni

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf. Umsókn fylgi ítarleg ferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og settur fram rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.    

Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Heimilt er að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort umsækjandi hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, sjá 3. mgr. 12. gr. laga nr. 95/2019.

Upplýsingar gefur Lóa Björg Gestsdóttir, skólastjóri, netfang loa.b.gestsdottir@heidarskoli.is. S. 420-4501 / 692-5465

Umsóknarfrestur til: 27. maí 2024

Sækja um þetta starf

Heiðarskóli – Starfsfólk skóla

Heiðarskóli leitar að metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi í starf starfsmanns grunnskóla.

Í Heiðarskóla eru um 440 nemendur og um 80 starfsmenn. Einkunnarorð skólans eru: Háttvísi, hugvit, heilbrigði. Unnið er eftir hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar. Heiðarskóli hefur á að skipa vel menntuðu og hæfu starfsfólki og er stöðugleiki í starfsmannahaldi. Áhersla er lögð á samvinnu og góð samskipti sem og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni:

  • Starfsmaður skóla starfar með og styður við nemendur í leik og starfi utan og innan kennslustofu.
  • Annast gæslu í skólabyggingu og á skólalóð
  • Aðstoðar í matar- og nestistímum
  • Er í Frístund (eftir skóla úrræði)
  • Önnur tilfallandi störf sem yfirmaður felur honum.

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Góð íslenskukunnátta
  • Áhugi á að vinna með börnum
  • Reynsla eða menntun sem nýtist í starfi er æskileg
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Stundvísi og samviskusemi
  • Jákvæðni, sveigjanleiki og frumkvæði

Vinnutími er frá kl. 8:00-16:00. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 15. ágúst 2024.

Laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Suðurnesja.

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf. Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Karlmenn eru þó sérstaklega hvattir til þess þar sem í starfinu mun m.a. felast stuðningur í búningsklefa drengja.

Upplýsingar gefur Lóa Björg Gestsdóttir, skólastjóri Heiðarskóla, netfang: loa.b.gestsdottir@heidarskoli.is S. 692-5465

Umsóknarfrestur til: 15. maí 2024

Sækja um þetta starf

Leikskólinn Hjallatún – Leikskólakennari

Leikskólinn Hjallatún óskar eftir að ráða leikskólakennara eða háskólamenntaðan starfsmann.

Leikskólinn Hjallatún er opinn leikskóli og starfar eftir fjölgreindarkenningu Howard Garnders. Áhersla er á frjálsa leikinn, lýðræði og samskipti.

Um 100% starf er að ræða. Æskilegt er að viðkomandi getið hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni:

  • Vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara
  • Taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun æskileg
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með börnum æskileg
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Ef ekki fæst leikskólakennari til starfa kemur til greina að ráða starfsmann með aðra menntun eða reynslu sem nýtist í starfi.

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið, ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Upplýsingar gefur Ólöf Magnea Sverrisdóttir, leikskólastjóri Hjallatúns netfang olof.m.sverrisdottir@hjallatun.is S. 420-3150.

Umsóknarfrestur til: 20. maí 2024

Sækja um þetta starf

Menningar- og þjónustusvið - Þjónustufulltrúi í þjónustuveri

Starfssvið: Þjónustufulltrúi í þjónustuveri/Sumarstarf

Starf þjónustufulltrúa felst í almennri þjónustu við bæjarbúa eins og t.d. upplýsingagjöf um þjónustu Reykjanesbæjar og opinberra stofnanna og stoðþjónustu við ýmsar deildir Reykjanesbæjar. Aðstoð við bæjarbúa vegna sjálfsþjónustulausna og aukinnar stafrænnar þjónustu. Mikilvægt er að þjónustufulltrúi tileinki sér fagmennsku, sveigjanleika og skilvirkni. 

Starfsumhverfi þjónustuvers Reykjanesbæjar er lifandi og síbreytilegt. 

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum. 

Helstu verkefni: 

  • Almenn afgreiðsla og þjónusta 
  • Móttaka, skráning og svörun erinda í síma, netspjalli og tölvupósti 
  • Upplýsingagjöf til bæjarbúa, gesta og starfsmanna 
  • Leiðbeiningar á sjálfsþjónustulausnir 
  • Skráningar í tölvukerfi 
  • Stoðþjónusta við önnur svið
  • Önnur tilfallandi verkefni 

Menntunar- og hæfniskröfur: 

  • Stúdentspróf eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi 
  • Reynsla af skrifstofustörfum æskileg 
  • Ritfærni og góð íslenskukunnátta 
  • Góð enskukunnátta 
  • Góð tölvukunnátta 
  • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni 
  • Þjónustulund og jákvætt hugarfar 
  • Nákvæm og vönduð vinnubrögð 
  • Hæfni til að aðlagast breytingum í umhverfi   

Um er að ræða 100% starf á tímabilinu 1. júní – 31. ágúst. Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. 

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið, ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað. 

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Áslaug Þ. Guðjónsdóttir deildarstjóri þjónustu og þróunar aslaug.t.g.luther@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 23. maí 2024

Sækja um þetta starf

Menntasvið - Sálfræðingur

Menntasvið Reykjanesbæjar óskar eftir sálfræðingi  

Reykjanesbær óskar eftir öflugum einstaklingi til að ganga til liðs við hóp metnaðarfullra sérfræðinga í skólaþjónustu á skrifstofu menntasviðs bæjarins. Starfsfólk skólaþjónustu starfar í þverfaglegu og sveigjanlegu starfsumhverfi þar sem lögð er áhersla á samvinnu, faglegt starf og farsæld í þágu barna og fjölskyldna þeirra.   

Hjá Reykjanesbæ starfar samhentur hópur starfsfólks sem hefur það að leiðarljósi að þjónusta við íbúa bæjarins sé eins og best verður á kosið hverju sinni. Þjónustan tekur mið af grunnstefnu Reykjanesbæjar og menntastefnu sveitarfélagsins Með opnum hug og gleði í hjarta, þar sem leiðarljósin eru börnin mikilvægust, kraftur fjölbreytileikans og faglegt menntasamfélag. Við bjóðum góða starfsaðstöðu, jákvætt andrúmsloft og tækifæri til starfsþróunar.   

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.  

Helstu verkefni sálfræðings:

  • Sálfræðilegar athuganir á börnum í leik- og grunnskólum.  
  • Fræðsla og ráðgjöf til foreldra og starfsfólks í skóla vegna einstaklinga og/eða hópa með fjölbreyttar þarfir.  
  • Vinna í þverfaglegu teymi skólaþjónustu.  
  • Vinna að samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. 

Menntunar- og hæfniskröfur: 

 
  • Sálfræðimenntun og réttindi til að starfa sem sálfræðingur á Íslandi.  
  • Þekking á sálfræðilegum athugunum leik- og grunnskólabarna.  
  • Reynsla af sálfræðilegum athugunum og ráðgjöf vegna barna er æskileg.  
  • Skipulagshæfni, sjálfstæði og frumkvæði.  
  • Jákvætt viðhorf, lausnamiðuð hugsun og leikni í mannlegum samskiptum.  
  • Hreint sakavottorð.    

Ráðning í starfið er ótímabundin. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 15. ágúst 2024.  

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. 

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið, ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað. 

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Einar Trausti Einarsson yfirsálfræðingur, í gegnum netfang einar.t.einarsson@reykjanesbaer.is og í síma 421-6700.

Umsóknarfrestur til: 17. maí 2024

Sækja um þetta starf

Myllubakkaskóli – Kennari á miðstigi

Starfssvið: Umsjónarkennsla á miðstigi.

Myllubakkaskóli leitar að metnaðarfullum og áhugasömum kennara með þekkingu og reynslu af skólastarfi.

Í Myllubakkaskóla eru um 350 nemendur og 75 starfsmenn. Einkunnarorð skólans eru: virðing, ábyrgð, jafnrétti og árangur. Í skólanum er meðal annars lögð áhersla á jöfn tækifæri til náms, heilbrigði, vellíðan og metnað í því sem við tökum okkur fyrir hendur.

Ráðning er frá 1. ágúst 2024. Um er að ræða 100% starf og laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FG. 

Hlutverk/helstu verkefni:

  • Kennsla í flestum bóklegum greinum á miðstigi.
  • Umsjón með nemendum og foreldrasamstarf ásamt faglegri vinnu í skóla.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
  • Reynsla af kennslu í grunnskóla.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.
  • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni.
  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.
  • Jákvæðni gagnvart skólaþróun.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil ásamt afriti af leyfisbréfi. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Heimilt er að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort umsækjandi hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, sjá 3. mgr. 12. gr. laga nr. 95/2019.

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf. Öllum umsóknum verður svarað.

Upplýsingar gefur Hlynur Jónsson, skólastjóri Myllubakkaskóla, netfang: hlynur.jonsson@myllubakkaskoli.is S. 862 5209.

Umsóknarfrestur til: 21. maí 2024

Sækja um þetta starf

Stapaskóli - Starfsfólk skóla

Stapaskóli leitar að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum í starf starfsfólks skóla.

Stapaskóli er heildstæður skóli fyrir börn á aldrinum 18 mánaða til 16 ára í Dalshverfi í Reykjanesbæ. Fjöldi nemenda við fullsetinn skóla er um 500 á grunnskólaaldri og 120 á leikskólaaldri. Stapaskóli verður hjarta hverfisins og mun þjóna íbúum grenndarsamfélagsins sem menningarmiðstöð. Stapaskóli leggur áherslu á teymiskennslu, tækni og heildstæð verkefni sem eru samþætt í námsgreinar. Einnig er sérstök áhersla á sköpun og listir og verklegt nám ásamt öflugu foreldrasamtarfi og nánum tengslum við nánasta umhverfi.

Í Stapaskóla fer fram metnaðarfullt skólastarf þar sem gleði, vinátta , samvinna og virðing eru þau gildi sem höfð eru að leiðarljósi.

Vinnutími er kl.08.00 – 14.00. Ráðning er frá 15. ágúst 2024.

Helstu verkefni:

  • Starfa með nemendum í leik og starfi, utan og innan kennslustofu.
  • Annast gæslu í frímínútum, fylgja nemendum eftir í sund og íþróttir, aðstoða í nestistímum og hádegishlé,
  • Vinna á frístundaheimilinu
  • Önnur störf sem skólastjóri felur starfsmanni.

Menntunar – og hæfniskröfur:

  • Áhugi á að vinna með börnum
  • Reynsla eða menntun sem nýtist í starfi æskileg
  • Frumkvæði í starfi
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
  • Jákvæðni, sveigjanleiki, ábyrgðarkennd og áreiðaleiki
  • Stundvísi og samviskusemi
  • Góð íslenskukunnátta

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Samband íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Suðurnesja.

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Gróa Axelsdóttir, skólastjóri Stapaskóla, netfang groa.axelsdottir@stapaskoli.is S. 420-1600/824-1069.

Umsóknarfrestur til: 23. maí 2024

Sækja um þetta starf

Stapaskóli leikskólastig - Deildarstjóri

Starfssvið: Deildarstjóri á leikskólastig

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur víðtæka þekkingu á leikskólastarfi, framsækna skólasýn og er tilbúinn að leggja sitt af mörkum við uppbyggingu á nýjum heildstæðum skóla.

Stapaskóli er heildstæður skóli fyrir börn á aldrinum 18 mánaða – 16 ára sem er að rísa í Dalshverfi í Reykjanesbæ. Fjöldi nemenda við fullsetinn skóla er um 500 á grunnskólaaldri og 120 á leikskólaaldri. Næsta haust munu nemendur frá 18 mánaða aldri til 15 ára stunda þar nám. Skólinn verður í hjarta hverfisins og mun þjóna íbúum grenndarsamfélagsins sem menningarmiðstöð. Áhersla verður lögð á öflugt foreldrastarf og náin tengsl við nánasta umhverfi. Í skólastarfi verður sérstök áhersla á sköpun og listir, verklegt nám og tækninám.

Í Stapaskóla fer fram metnaðarfullt skólastarf þar sem gleði, vinátta , samvinna og virðing eru þau gildi sem höfð eru að leiðarljósi.

Ráðning er frá 1. ágúst 2024. Um er að ræða 100% starf og laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FL.  

Hlutverk/helstu verkefni:

  • Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati á starfi deildarinnar.
  • Vinnur að uppeldi og menntun barna og tryggir að sérhvert barn á deildinni fái kennslu, leiðsögn, umönnun og/eða sérkennslu eftir þörfum.
  • Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á að miðla upplýsingum innan deildarinnar, milli deilda leikskólans og milli skólastjórnenda og deildarinnar.
  • Foreldrasamstarf. Skipuleggur samvinnu við foreldra/forráðamenn barnanna á deildinni s.s. aðlögun, dagleg samskipti og foreldraviðtöl.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
  • Sérhæfingu á leikskólastigi.
  • Reynsla af leikskólastarfi. 
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.
  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.
  • Jákvæðni gagnvart skólaþróun.
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum. 

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf. Umsókn um starfið skal fylgja og skrá yfir menntun og starfsferil ásamt afriti af leyfisbréfi. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað. 

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Gróa Axelsdóttir, skólastjóri Stapaskóla, netfang: groa.axelsdottir@stapaskoli.is S. 420 – 1600 / 824-1069.

Umsóknarfrestur til: 23. maí 2024

Sækja um þetta starf

Stapaskóli leikskólastig - Kennari

Starfssvið: Kennari á leikskólastig.

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna skólasýn og er tilbúinn að leggja sitt af mörkum við uppbyggingu á nýjum heildstæðum skóla.

Stapaskóli er heildstæður skóli fyrir börn á aldrinum 18 mánaða til 16 ára í Dalshverfi í Reykjanesbæ. Fjöldi nemenda við fullsetinn skóla er um 500 á grunnskólaaldri og 120 á leikskólaaldri. Stapaskóli verður hjarta hverfisins og mun þjóna íbúum grenndarsamfélagsins sem menningarmiðstöð. Stapaskóli leggur áherslu á teymiskennslu, tækni og heildstæð verkefni sem eru samþætt í námsgreinar. Einnig er sérstök áhersla á sköpun og listir og verklegt nám ásamt öflugu foreldrasamtarfi og nánum tengslum við nánasta umhverfi.

Í Stapaskóla fer fram metnaðarfullt skólastarf þar sem gleði, vinátta , samvinna og virðing eru þau gildi sem höfð eru að leiðarljósi.

Ráðning er frá 1. ágúst 2024. Um er að ræða 100% starf og laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FL. 

Hlutverk/helstu verkefni:  

  • Kennsla á leikskólastigi í teymiskennslu og foreldrasamstarf ásamt faglegri vinnu í skóla.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
  • Sérhæfingu á leik- og/eða grunnskólastigi.
  • Reynsla af kennslu í leikskóla. 
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.
  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.
  • Jákvæðni gagnvart skólaþróun.
  • Góð færni í mannlegum samskiptum.

Ef ekki fæst leikskólakennari til starfa verður ráðinn leiðbeinandi eða starfsmaður með aðra uppeldismenntun og/eða reynslu.

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf. Umsókn um starfið skal fylgja og skrá yfir menntun og starfsferil ásamt afriti af leyfisbréfi. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað. 

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Gróa Axelsdóttir, skólastjóri Stapaskóla, netfang: groa.axelsdottir@stapaskoli.is S. 420 – 1600 / 824-1069.

Umsóknarfrestur til: 23. maí 2024

Sækja um þetta starf

Tjarnarsel - Leikskólakennarar

Spennandi og skemmtilegar stöður við leikskólann Tjarnarsel 

Leikskólinn Tjarnarsel óskar eftir leikskólakennurum í 100% stöður. Í leikskólanum er unnið faglegt og metnaðarfullt skólastarf þar sem sérstök áhersla er lögð á mál og læsi, útinám í náttúrulegum görðum skólans og vettvangsferðir um nánasta umhverfi hans. Tjarnarsel er þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi leikskóli og vinnustaður á vegum Embættis landlæknis. Sjá nánar um Tjarnarsel á Tjarnarsel | Upplýsingavefur sveitarfélagsins Reykjanesbæjar (reykjanesbaer.is) og á fésbókarsíðu skólans, Leikskólinn Tjarnarsel.

Í ágúst 2024 verður opnuð ný deild sem verður staðsett að Skólavegi 1 sem er elsta steinhús bæjarins. Deildin verður staðsett á neðri hæð hússins í fimm mínútna göngufæri frá Tjarnarseli og þar verða 24 börn á aldrinum 2-6 ára. Á efri hæðinni verður vinnu- og fundaaðstaða fyrir kennara. Gerðar verða breytingar innanhús til að mæta kröfum um nútímalegt leikskólastarf og fallegur garður í náttúrulegum stíl verður í kringum þetta virðulega hús.

Á nýju deildinni verður unnið samkvæmt námskrá og hugmyndafræði Tjarnarsels. Búið er að ráða deildarstjóra og einnig munu reynslumiklir kennarar sem starfa í Tjarnarseli nú þegar, starfa á Skólaveginum.

Tjarnarsel leitar því eftir áhugasömum kennurum á þessa nýju og skemmtilegu deild sem og á deildirnar sem eru staðsettar við Tjarnargötu 19.  

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara.
  • Taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra.

Menntunar- og hæfniskröfur: 

  • Leikskólakennaramenntun og réttindi til kennslu í leikskóla.
  • Þekking á þeirri hugmyndafræði sem höfð er að leiðarljósi í leikskólastarfinu.
  • Frumkvæði og faglegur metnaður.
  • Hæfni og áhugi á að vinna í hóp.
  • Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum.
  • Ábyrgð og stundvísi.

Ef ekki fæst leikskólakennari til starfa verður litið til annarrar menntunar og reynslu.

Ráðið er í starfið frá og með 7. ágúst 2024. Laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FL.

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is  undir Laus störf. Umsóknum skal fylgja kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Árdís H. Jónsdóttir, leikskólaskólastjóri, netfang ardis.h.jonsdottir@tjarnarsel.is S. 420-3100 eða 896-2578.

Umsóknarfrestur til: 20. maí 2024

Sækja um þetta starf

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Hjá Reykjanesbæ starfa u.þ.b. 1.200 manns í fjölbreyttum störfum hjá sveitarfélaginu og er reglulega verið að leita að hæfu og góðu fólki til að bætast í hópinn. Hér getur þú lagt inn almenna umsókn til Reykjanesbæjar.

Eingöngu er um að ræða afleysingastörf sem ekki er ætlað að standa lengur en til 12 mánaða samfellt, s.s. vegna orlofs, veikinda, barnburðarleyfis eða námsleyfis.

Vinsamlegast taktu fram í umsóknarforminu ef þú ert að leita að ákveðnu starfshlutfalli eða hvort þú hafir áhuga á  tímavinnu. Tímabundin afleysingastörf eru ekki alltaf auglýst, stjórnendur leita í grunninum ef störf losna og hafa samband við þá sem eru á skrá og koma til greina. Störfin geta bæði verið 100% stöður eða/og hlutastörf. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í 6 mánuði.

Reykjanesbær hvetur þig til að fylgjast vel með öllum auglýstum störfum á vef Reykjanesbæjar og sækja sérstaklega um ef ákveðið starf vekur áhuga.

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega. 

Upplýsingar gefur Mannauðsstjóri, starf@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 31. desember 2024

Sækja um þetta starf