275. fundur fræðsluráðs Reykjanesbæjar haldinn 31. október 2014 að Skólavegi 1, kl: 08:15
Mættir : Elín Rós Bjarnadóttir formaður, Árni Sigfússon aðalmaður, Gunnar H Garðarsson aðalmaður, Helga M Finnbjörnsdóttir aðalmaður, Haraldur Helgason varamaður, Kolbrún Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra, Ragnhildur Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi leikskólakennara, Guðmunda Lára Guðmundsdóttir grunnskólafulltrúi, Sóley Halla Þórhallsdóttir áheyrnarfulltrúi grunnskólastjórnenda, Sveinn Ólafur Magnússon áheyrnarfulltrúi kennara, FFGÍR áheyrnarfulltrúi foreldra, Styrmir Barkarson áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Anna Hulda Einarsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra í leikskólum, Gyða Margrét Arnmundsdóttir deildarstjóri sérfræðiþjónustu og Gylfi J Gylfason fræðslustjóri, sem jafnframt ritaði fundargerð.
1. Skipun varaformanns fræðsluráðs. (2014010165)
Helga Finnbjörnsdóttir kosin samhljóða varaformaður fræðsluráðs næstu 2 árin. Gunnar H. Garðarsson tekur við af henni að tveimur árum liðnum. Samþykkt samhljóða.
2. iPadvæðing í grunnskólum (2014030254)
Haraldur Axel Einarsson, aðstoðarskólastjóri Heiðarskóla kynnir.
Sigurbjörg Róbertsdóttir skólastjóri Akurskóla og Haraldur Axel Einarsson aðstoðarskólastjóri Heiðarskóla kynntu iPadvæðingu í grunnskólum Reykjanesbæjar.
3. Samkomulagið í Akurskóla (2014090469)
Sigurbjörg Róbertsdóttir, skólastjóri kynnir samkomulag við kennara í Akurskóla, samkvæmt bókun 5 í kjarasamningi KÍ.
Sigurbjörg Róbertsdóttir skólastjóri í Akurskóla kynnti svokallað samkomulag í Akurskóla. Sigurbjörg gerði grein fyrir því á hvern hátt samkomulagið víkur frá hefðbundnu launafyrirkomulagi kennara.
4. Fyrirspurn um fjölda leikskólakennara í leikskólum Reykjanesbæjar (2014050252)
Fræðslustjóri gaf upplýsingar um hlutfall leikskólakennara. Fræðsluráð áréttar mikilvægi þess að hlutfall leikskólakennara og uppeldismenntaðs starfsfólks sé það hátt að fagleg gæði innra starfsins séu tryggð.
5. Hugsanlegt unglingastig í Háaleitisskóla (2014090464)
Ekki verður af stofnun unglingadeildar í Háaleitisskóla vegna kostnaðar. Fræðslustjóri greindi frá því að fyrirhugað væri að nemendur í Háaleitisskóla sem fara í 8. bekk fari í Heiðarskóla á næsta ári.
6. Námsráðgjöf í unglingadeild (2014090470)
Elín Rós nefndu möguleikann á því að efla námsráðgjöf á unglingastigi meðal annars til að auka tengsl á milli grunn - og framhaldsskólastigs. Tilgangurinn er meðal annars að minnka brottfall á framhaldsskólastigi. Hugmyndinni vísað til námsráðgjafa grunnskóla til úrvinnslu og útfærslu.
7. Skólahópar í leikskólum
Fyrirspurn um skólahópa í leikskólum Reykjanesbæjar (2014100468)
Fyrirspurn um skólahópa í leikskólum.
Gunnar spurði um hver væri tengingin milli leik og grunnskóla. Kolbrún skólastjóri Heiðarsels svaraði. Ekki kallað skólahópar í öllum leikskólum en tenging milli skólastiga er góð og markvisst unnið að því að vera með gott samstarf milli skólastiga og leikskóla.
8. Skólastefna Reykjanesbæjar (2014100469)
Samþykkt að fresta vinnu við endurnýjun skólastefnu þar til gerð fjárhagsáætlunar er lokið.
9. Starfsáætlun Akurskóla 2014-2015 og samþykki skólaráðs (2014100462)
Samþykktar.
10. Starfsáætlun fræðslusviðs 2015 -DRÖG (2014100464)
Lagt fram til kynningar. Fræðsluráð leggur áherslu á að í hagræðingarferlinu sé sérstaklega horft til verkefna sem ekki eru lögbundin.
11. Starfsáætlun Háaleitisskóla 2014-2015 og samþykki skólaráðs (2014100458)
Samþykkt.
12. Starfsáætlun Heiðarskóla 2014-2015 (2014100459)
Samþykkt.
13. Starfsáætlun Holtaskóla 2014-2015 (2014100460)
Samþykkt.
14. Starfsáætlun Njarðvíkurskóla 2014-2015 og samþykki skólaráðs (2014100461)
Samþykkt.
15. Starfsáætlun Myllubakkaskóla 2014-2015 ásamt samþykki skólaráðs (2014100485)
Samþykkt.. Fræðsluráð áréttar mikilvægi nýbúafræðslu og að henni séu gerð góð skil í starfsáætlun allra skóla.
16. Kennarar/leiðbeinendur í grunnskólum Reykjanesbæjar 2014-2015 (2014100471)
Samantekt um kennara og leiðbeinendur í grunnskólum
Frestað til næsta fundar.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________
Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. nóvember 2014.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.