1120. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar, haldinn að Tjarnargötu 12, 12. apríl 2017, kl. 09:00
Viðstaddir: Árni Sigfússon, Böðvar Jónsson, Friðjón Einarsson, formaður, Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir, ritari.
1. Ársreikningur 2016 (2017040065) Drög að ársreikningi 2016 lögð fram á fundinum.
Þórey I Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs og Regína F. Guðmundsdóttir, deildarstjóri reikningshalds mættu á fundinn.
Bæjarráð samþykkir að vísa drögum að ársreikningi til endurskoðunar og til fyrri umræðu í bæjarstjórn 18. apríl n.k.
2. Aðlögunaráætlun (2017030258)
Minnisblað frá KPMG vegna aðlögunaráætlunar lagt fram og í ljósi framangreinds er ekki talin ástæða til uppfærslu aðlögunaráætlunar vegna niðurstöðu ársreiknings 2016.
3. Fyrirspurn Skipulagsstofnunar um mannvirki á lóð United Silicon í Helguvík (2016110091)
Svarbréf Byggingafulltrúa lagt fram til kynningar.
4. Nýr skóli Dalshverfi (2017020311)
Málinu vísað til bygginganefndar nýs grunnskóla í Dalshverfi.
5. Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga 2017 (2017020072)
Fundargerðin lögð fram.
6. Fundargerð stjórnar Reykjanes jarðvangs ses. 7. apríl 2017 (2017020092)
Fundargerðin lögð fram.
7. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Thai-Bás ehf. um leyfi til að reka veitingastað í flokki II að Hafnargötu 39 (2017030047)
Lagðar eru fram umsagnir Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar og Brunavarna Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið.
8. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Rekstrarkerfa ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki II að Hafnargötu 41 (2017020398)
Lagðar eru fram umsagnir Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar og Brunavarna Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið.
9. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Mygroup ehf. um breytingu á leyfi til að reka gististað í flokki IV að Keilisbraut 762 (2017040023)
Lagðar eru fram umsagnir Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, byggingarfulltrúa Reykjanesbæjar og Brunavarna Suðurnesja. Bæjarráð samþykkir erindið.
10. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar Fjölbrautaskóla Suðurnesja um tækifærisleyfi (2017040120)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
11. Erindi Samgöngustofu vegna umsóknar Maciej ehf. um leyfi til að reka ökutækjaleigu að Iðavöllum 10 (2017030191)
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
12. Umsagnarmál frá nefndarsviði Alþingis 2017 (2017020226)
a. Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar, 378. mál http://www.althingi.is/altext/146/s/0507.html
b. Tillaga til þingsályktunar um stefnumörkun og aðgerðaáætlun um kolefnishlutlaust Ísland, 114. mál. http://www.althingi.is/altext/146/s/0173.html
c. Tillaga til þingsályktunar um opnun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli, 156. mál. http://www.althingi.is/altext/146/s/0223.html
d. Frumvarp til laga um breyt. á sveitarstjórnarlögum (íbúakosningar), 184. mál. https://www.althingi.is/altext/146/s/0255.html
e. Tillaga til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 222. mál. http://www.althingi.is/altext/146/s/0311.html
f. Tillaga til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga, 270. mál. http://www.althingi.is/altext/146/s/0377.html
g. Tillaga til þingsályktunar um skipun starfshóps til að endurbæta löggjöf um vernd, velferð og veiðar villtra fugla og spendýra, 87. mál. http://www.althingi.is/altext/146/s/0145.html
Lögð fram.
13. Greinargerð um Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (2017020093)
Guðný Birna Guðmundsdóttir frá HSS mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.
Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. apríl 2017.