9. fundur

24.04.2024 14:00

9. fundur stjórnar Eignasjóðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 24. apríl 2024, kl. 14:00

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Guðmundur Björnsson og Harpa Björg Sævarsdóttir.

Að auki sátu fundinn Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu, Gissur Hans Þórðarson verkefnastjóri frá OMR verkfræðistofu, Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

Grétar I. Guðlaugsson, Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir og Sigurður Garðarsson boðuðu forföll.

1. Njarðvíkurskóli – viðhaldsframkvæmdir (2023090407)

Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu fór yfir áætlun frá Verkfræðistofu Suðurnesja sem inniheldur heildarkostnað við klæðningu á húsinu ásamt því að skipta um glugga. Einnig var framtíðaráætlun verksins kynnt fyrir stjórn. Kynnt var ný tillaga varðandi húsnæði Bjarkarinnar.

Stjórn eignasjóðs samþykkir fyrsta áfanga utanhússframkvæmda við Njarðvíkurskóla ásamt því að skoðað verði hvað sé best í stöðunni fyrir Björkina.

2. Leikskólinn Drekadalur – nýframkvæmdir (2022100203)

Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu og Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, fóru yfir stöðu verks. Kynntur var samningur sem gerður var við Hrafnshól um að halda áfram með verkið og lagfæra þær skemmdir sem hafa komið upp.

Stjórn eignasjóðs veitir starfsfólki eignaumsýslu fulla heimild til að halda áfram samstarfi við Hrafnshól.

3. Leikskólinn Asparlaut – nýframkvæmdir (2021120081)

Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu kynnti stöðu verks.

Búið er að semja við verktaka og eru þeir að leggja lokahönd á að skila inn gögnum sem óskað var eftir.

4. Myllubakkaskóli – nýframkvæmdir (2021050174)

G. Hans Þórðarson verkefnastjóri fór yfir stöðu verks.

5. Holtaskóli – nýframkvæmdir (2022120120)

G. Hans Þórðarson verkefnastjóri fór yfir stöðu verks.

6. Heiðarsel – nýframkvæmdir (2023090465)

G. Hans Þórðarson verkefnastjóri og Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu fóru yfir framtíðarsýn fyrir verkið.

Stjórn eignasjóðs styður tillögu þá sem kynnt hefur verið fyrir stjórninni og veitir heimild til að vinna verkið áfram í takt við áætlun.

7. Skólavegur 1 – uppfærsluverkefni (2023030581)

Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu fór yfir næstu verk, einnig var farið yfir kostnaðaráætlun og tímaáætlun.

8. Heiðarskóli – uppfærsla á innra skipulagi (2024040348)

Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu fór yfir hönnun á breytingum á innra skipulagi skólans ásamt kostnaðaráætlun og verkáætlun.

Stjórn Eignasjóðs felur starfsfólki eignaumsýslu að vinna áfram í málinu.

Fylgigögn:

Grunnmynd 1

Grunnmynd 2


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:01.