Útboð | Leikskólinn Asparlaut við Skólaveg 54 Reykjanesbæ

Reykjansbær óskar eftir tilboðum í verkið Leikskólinn Asparlaut við Skólaveg 54 Reykjanesbæ. Verkefnið er að fullklára fokhelda nýbyggingu á leikskóla á einni hæð.
Lesa fréttina Útboð | Leikskólinn Asparlaut við Skólaveg 54 Reykjanesbæ

Styrkir til greiðslu fasteignaskatts

Reykjanesbær auglýsir eftir umsóknum um styrki til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer menningar-, íþrótta-, tómstunda- og/eða mannúðarstarfsemi sem er rekin í almannaþágu eða þágu æskulýðs. Heimild sveitarfélaga til undanþágu frá greiðslu fasteignaskatts er að finna í 2. mgr. 5…
Lesa fréttina Styrkir til greiðslu fasteignaskatts

Rafmagnsleysi 15. febrúar í Reykjanesbæ

Rafmagnslaust verður á neðangreindu svæði í kvöld 15.feb gert er ráð fyrir því að rafmagn verði tekið af kl 23:00 í kvöld og að rafmagn verði komið á að nýju eigi síðar en kl 05:00 að morgni 16.febrúar
Lesa fréttina Rafmagnsleysi 15. febrúar í Reykjanesbæ

Staðan á þjónustu og starfsemi Reykjanesbæja

Þjónusta og starfsemi Reykjanesbæjar að komast í samt horf eftir heitavatnsleysið. Nú fimm dögum eftir að heitt vatn fór af stórum hluta Suðurnesja er starfsemi og þjónusta sveitarfélagsins smám saman að komast aftur í samt horf. Gert er ráð fyrir að lítil sem engin skerðing verði á starfseminni á morgun. Þó verður ekki hægt að opna sundlaugina í Heiðarskóla fyrr en á fimmtudaginn og einhver smá óvissa með B-salinn í íþróttahúsinu við Sunnubraut.
Lesa fréttina Staðan á þjónustu og starfsemi Reykjanesbæja

Þjónusta í starfsemi sveitarfélagsins 13. Feb

Upplýsingar um þjónustu í starfsemi sveitarfélagsins þriðjudaginn 13. febrúar Nú er heitt vatn tekið að renna á mörgum heimilum en ekki er enn kominn fullur þrýstingur á kerfið. Íbúar eru því hvattir til að fara sparlega með heita vatnið og bíða með langar sturtur og heita potta. Áfram verður unnið með hitablásara á morgun í starfsemi sveitarfélagsins ef þörf er á þar til hitaveitukerfið er komið í fulla virkni. Á morgun verður því hefðbundin þjónusta á flestum stöðum en því miður ekki hægt að opna íþróttahús og sundlaugar alveg strax. Frekari upplýsingar verða veittar jafnóðum og hægt er að opna og íbúar hvattir til að fylgjast með því.
Lesa fréttina Þjónusta í starfsemi sveitarfélagsins 13. Feb

Upplýsingar um þjónustu Reykjanesbæjar næstu daga

Upplýsingar um þjónustu í starfsemi sveitarfélagsins mánudaginn 12. febrúar og þar til annað verður ákveðið.
Lesa fréttina Upplýsingar um þjónustu Reykjanesbæjar næstu daga

Óbreytt skólastarf í leik- og grunnskólum

Skólastarf í leik- og grunnskólum í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum
Lesa fréttina Óbreytt skólastarf í leik- og grunnskólum

Heitt vatn er farið af Reykjanesbæ! (EN)(PL)

Heitt vatn er farið af Reykjanesbæ! Almannavarnir biðla til íbúa á Suðurnesjum að spara allt rafmagn og heitt vatn. Mikilvægt er að allir leggist á eitt. Slökkva þarf á öllu óþarfa rafmagni, skrúfa fyrir alla heita potta og loka gluggum.
Lesa fréttina Heitt vatn er farið af Reykjanesbæ! (EN)(PL)

Áríðandi skilaboð til íbúa á Suðurnesjum

Áríðandi skilaboð til íbúa á Suðurnesjum Eldgos hófst í morgun á Reykjanesi. Hraunflæðið rennur nú í átt að stofnlögn sem flytur heitt vatn frá Svartsengi til Fitja í Reykjanesbæ.
Lesa fréttina Áríðandi skilaboð til íbúa á Suðurnesjum

Samningur við Listasafn Reykjanesbæjar

Þann 2. febrúar 2024 undirrituðu Myndstef og Listasafn Reykjanesbæjar samning um eintakagerð, stafræna birtingu og aðgengi að afritum af safnkosti safnsins.
Lesa fréttina Samningur við Listasafn Reykjanesbæjar