Hlutverk Atvinnu- og hafnarsviðs er að stuðla að öflugu atvinnulífi í Reykjanesbæ og reka hafnir sveitarfélagsins. Sviðið ber ábyrgð á því að framkvæma stefnu Reykjanesbæjar í atvinnumálum, viðskiptaþróun og hafnamálum. Í því felst uppbygging og sköpun tækifæra á sviði viðskipta, tengslamyndunar og þróunar viðskiptatækifæra í bæjarfélaginu.
Helstu verkefni á sviði atvinnumála:
- Vinna að stefnumótun og þróun umbóta í atvinnumálum í Reykjanesbæ.
- Kynna og markaðssetja Reykjanesbæ sem álitlegan kost fyrir fjárfesta og ný fyrirtæki.
- Leita að og taka á móti áhugasömum frumkvöðlum, fjárfestum og fyrirtækjum sem vilja kynna sér kosti Reykjanesbæjar með það að markmiði að setja upp starfsemi í sveitarfélaginu.
- Vinna með og hvetja fyrirtæki við uppbyggingu verslunar og þjónustu í heimabyggð og fjölgun starfa.
- Aðstoða og leiðbeina frumkvöðlum um stjórnsýsluna, t.d. varðandi styrki, lóðarumsóknir, öflun húsnæðis o.fl.
- Þátttaka í þverfaglegum verkefnum og stefnumótun þar sem málefni er hafa áhrif á viðskiptaþróun eru unnin.
- Vinna að auknu innbyrðis samstarfi og klasamyndun fyrirtækja og stofnana.
- Stuðla að öflugu starfi í málaflokknum almennt m.a. með því að hafa samstarf við aðila sem starfa á því sviði, t.d. með gerð sérstakra samstarfssamninga þar sem það á við.
- Hafa eftirlit með framkvæmd samninga sem gerðir eru við ráðuneyti um samstarf ríkisins og Reykjanesbæjar um málefni á verksviði ráðsins.
- Halda uppi virku samstarfi við hagsmunaaðila, samtök fyrirtækja og aðra stuðningsaðila atvinnulífs á Suðurnesjum.
Helstu verkefni á sviði hafnamála:
- Rekstur hafna Reykjanesbæjar og skipulagning hafnarþjónustu.
- Vinna að stefnumótun og þróun umbóta í starfsemi Reykjaneshafnar.
- Samskipti við aðila í atvinnulífinu sem leita eftir aðstöðu fyrir hafnsækna starfsemi hjá Reykjaneshöfn.
- Samskipti við aðila vegna leigu á lóðum og landi Reykjaneshafnar.
- Umsjón með öryggis- og umhverfismálum Reykjaneshafnar.
- Umsjón með samskiptum tengdum markaðssetningu Reykjaneshafnar.
- Áætlanagerð viðhalds og nýframkvæmda fyrir Reykjaneshöfn.
Stjórnskipulag Reykjanesbæjar