Leikskólar

Í Reykjanesbæ eru 12 leikskólar. Í þeim er haft að leiðarljósi að börnin njóti bernsku sinnar, læri og þroskist í leik og samveru.

Leikskólar marka sér sérstöðu með áherslu á ákveðna stefnu eða þætti í starfinu, svo sem samskipti, lestur og ritmál, stærðfræði, heilsueflingu, heimspeki, náttúru og umhverfisvernd. Reykjanesbær niðurgreiðir vistun barna í leikskólum sem og vistun barna hjá dagforeldrum.

Opna reiknivél leikskólagjalda

Leikskólafulltrúi er Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir.

Vefir leikskólanna:

AkurDrekadalur  Garðasel   Gimli  Heiðarsel Hjallatún

Holt SKÓGARÁS STAPASKÓLITjarnarselVesturbergVöllur

  • Vala leikskóli(snjallsímaforrit) fyrir foreldra

    Vala appið er fyrir forráðamenn sem eru með börn í leikskóla í þeim sveitarfélögum sem nota Völu leikskólakerfið. Með Völu appinu geta forráðmenn á einfaldan og þægilegan máta átt samskipti við sinn leikskóla um eiginlega allt sem varðar vistun barna. 

    Sækja fyrir iOS Sækja fyrir Android

  • Á ég rétt á niðurgreiðslu tímagjalds?

    Einstæðir foreldrar og foreldrar í fullu dagnámi  geta sótt um niðurgreiðslu tímagjalds. Fullt dagnám eru 15 einingar í framhaldsskóla eða 30 einingar í háskóla.

    Sækja skal um niðurgreiðslu tímagjalds á Mitt Reykjanes eða Vala Leikskóli. Endurnýja þarf umsóknina í ágúst ár hvert.

    Niðurgreiðsla til námsmanna gildir ekki á tímabilinu 1. júní – 31. ágúst.

    Systkinaafsláttur er gefinn af niðurgreiddu tímagjaldi ef systkini eru hjá dagforeldrum, í leikskóla eða frístund.

  • Hvernig sæki ég um leikskólavist fyrir barnið mitt?

    Sótt er um leikskólavist á reykjanesbaer.is, sjá neðar á síðunni. Foreldrar fá staðfestingu á umsókn í tölvupósti.

    Sækja má um leikskóla frá fæðingardegi barns eða strax og kennitala þess hefur verið skráð. Börn eru skráð á biðlista við eins árs aldur og raðast þau á listann eftir fæðingardegi og ári.  Börn innritast í leikskóla eftir kennitölu, þau elstu fyrst. Það sama gildir um þjónustureknu leikskólanna.

    Úthlutun fer fram í mars ár hvert og eru boð um leikskólapláss send í tölvupósti, þar eru foreldrar beðnir um að staðfesta plássið með því að senda tölvupóst.

  • Hverjir eiga rétt á leikskólavist?

    Skilyrði fyrir leikskóladvöl er að lögheimili barnsins og föst búseta sé í Reykjanesbæ og að foreldrar barnsins séu ekki í vanskilum vegna leikskólagjalda.

  • Gjaldskrá

    Prenta gjaldskrá

    Gjaldskrá leikskóla í Reykjanesbæ.

    Tímagjald, dæmi: Ef barn er 8 klst. á dag í leikskóla er tímagjaldið fyrir mánuðinn 4.401 kr. x 8 = 35.208 kr. Ofan á tímagjald leggst síðan matargjald.

    Sjá einnig reiknivél leikskólagjalda.

    Gjaldskrá

    Þjónusta
    Gjald
    Dvalargjald 4 klst. á dag
    17.604 kr.
    Dvalargjald 4,5 klst. á dag
    19.805 kr.
    Dvalargjald 5 klst. á dag
    22.005 kr.
    Dvalargjald 5,5 klst. á dag
    24.206 kr.
    Dvalargjald 6 klst. á dag
    26.406 kr.
    Dvalargjald 6,5 klst. á dag
    28.607 kr.
    Dvalargjald 7 klst. á dag
    30.807 kr.
    Dvalargjald 7,5 klst. á dag
    33.008 kr.
    Dvalargjald 8 klst. á dag
    35.208 kr.
    Dvalargjald 8,5 klst. á dag
    38.527 kr.
    Gjald fyrir hvern skráningardag
    2.800 kr.
    Lágmarkstími
    4 klst.
    Hámarkstími
    9 klst.
    Matargjald leikskólabarna
    11.695 kr. á mánuði
    Gjaldið skiptist á eftirfarandi hátt:
    - Morgunhressing
    2.956 kr. á mánuði
    - Hádegismatur
    5.783 kr. á mánuði
    - Síðdegishressing
    2.956 kr. á mánuði
    Leikskólagjöld eru greidd fyrirfram.
    Gjalddagi er 1. dag mánaðar og eindagi er 20 dögum síðar.

    Skýringar:

    Forgangur og/eða niðurgreiðslur leikskólagjalda fyrir eitt og/eða öll eftirtalin atriði:
    - Börn einstæðra foreldra
    - Börn þar sem annað foreldri er í fullu dagnámi (15/30 ein. á önn)
    - Foreldrar sem eiga barn undir leikskólaaldri og annað á leikskóla eiga rétt á systkinaafslætti að loknu fæðingarorlofi.
    Beiðnir eru afgreiddar hjá leikskólafulltrúa á fræðsluskrifstofu og skal umsóknin endurnýjuð fyrir 31. ágúst árlega. Leikskólarýmum er úthlutað eftir aldri barna.

    Systkinaafsláttur

    Systkinaafsláttur er eingöngu af tímagjaldi.

    Tegund
    Afsláttur
    - fyrir annað barnið er greitt
    50%
    - fyrir þriðja barnið er greitt
    Frítt
    - fyrir fjórða barnið er greitt
    Frítt