Heimsendur matur er í boði alla daga ársins fyrir eldra fólk sem getur ekki eldað sjálft heima eða hefur ekki tök á að mæta í hádegisverð í þjónustumiðstöð á Nesvöllum. Matseðill er settur á Facebook-síðuna Nesvellir í upphafi hverrar viku.
Maturinn er eldaður á Nesvöllum og keyrður heim að dyrum.
Panta heimsendan mat
Þú getur pantað heimsendan mat á vefsíðunni Mitt Reykjanes. Þar velur þú Umsóknir og undir Velferð velurðu Umsókn um heimsendan mat. Þú getur líka haft samband við Nesvelli í síma 420 3400 til að skrá þig í áskrift.
Þú getur líka pantað mat með því að hringja í Nesvelli deginum áður frá kl. 8:00–14:00. Til að fá mat á mánudegi þarftu að panta á föstudegi. Hægt er að panta heimsendan mat frá 08:00–14:00. Eftir 14:00 er of seint til að fá heimsendingu daginn eftir.
Kostnaður
Máltíðin kostar 1.800 kr. og sendingargjald er 333 kr. Aðeins er eitt sendingargjald á heimili.