Strandleiðin er 10 kílómetra gönguleið meðfram ströndinni, frá Gróf að Stapa. Á leiðinni eru fjölmörg upplýsingaskilti með fróðleik um menningu og sögu bæjarins og dýralíf við strendurnar. Strandleiðin er ekki síður vinsæl hjóla- og hlaupaleið.
Þegar ströndin var hreinsuð fyrir nokkrum árum var fallegum grjóthleðslum komið fyrir meðfram strandleið til að hemja ágang sjávar á land.
---
Behind Duus Museum begins 10 km long walking-, runningand bicycling trail, displaying a view of and access to the beautiful coastal area.
The eroding coastline of Reykjanesbær was cleaned up and is now protected from the sea by large rocks that have been placed along the coast.
Several signs have been put up along the trail, containing information on culture, history and wildlife.