Akstursþjónusta fatlaðs fólks

Fatlað fólk sem hefur ekki tök á að nota strætó getur fengið akstursþjónustu til að komast í vinnu, skóla eða til að fara í sérhæfða þjónustu í Reykjanesbæ, eins og hæfni og læknis. Akstursþjónusta er almennt veitt á sama tíma og innanbæjar strætó gengur.

Kostnaður

Akstursþjónusta kostar 2000 krónur á ári fyrir allt að 62 ferðir á mánuði.

Sækja um akstursþjónustu

Þú sækir um á vefsíðunni Mitt Reykjanes. Þar velur þú Umsóknir og undir Velferð velur þú Umsókn um akstursþjónustu fatlaðs fólks.

Starfsfólk velferðarsviðs Reykjanesbæjar fer yfir umsóknina og veitir þér ráðgjöf, upplýsingar og leiðbeiningar um önnur réttindi ef við á. Reynt er að afgreiða umsóknir eins fljótt og hægt er. Þú getur fengið nánari upplýsingar í síma 421 6700.

Ferðakostnaður eftir aðgerðir

Akstursþjónusta er ekki fyrir fólk sem hefur farið í liðskiptaaðgerðir eða sambærilegar aðgerðir. Þá er hægt er að sækja um endurgreiðslur fyrir ferðakostnað vegna hjá Sjúkratryggingum Íslands. Sjá nánar um greiðsluþátttöku vegna ferðakostnaðar innanlands.