Menningar- og þjónusturáð Reykjanesbæjar sér um styrkveitingar til menningarmála fyrir hönd bæjarstjórnar.
Árlega úthlutar menningar- og þjónusturáð styrkjum úr Menningarsjóði Reykjanesbæjar og auglýsir eftir styrkumsóknum í upphafi árs á vef Reykjanesbæjar og í staðarblöðum. Hægt er að sækja um styrki til einstakra verkefna auk þess sem starfandi menningarhópar í bæjarfélaginu geta sótt um þjónustusamninga við sveitarfélagið.
Sótt er um rafrænt gegnum mittreykjanes.is.
Opnað verður fyrir nýjar umsóknir í upphafi árs.
Mitt Reykjanes
Þá úthlutar Uppbyggingarsjóður Sóknaráætlunar Suðurnesja styrkjum til menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefna árlega. Heklan - Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja sér um þær úthlutanir.
Heklan