Fjárhagsaðstoð er fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem geta ekki séð fyrir sér og sínum án hjálpar.
- Aðstoðin er til framfærslu, ekki til greiðslu skulda eða fjárfestinga.
- Öll fjárhagsaðstoð til framfærslu er skattskyld.
- Aðstoðin getur verið í formi styrks eða láns.
- Aðstoðin er alltaf tímabundið úrræði.
Réttur til fjárhagsaðstoðar
Til að fá fjárhagsaðstoð þarftu að:
- vera 18 ára eða eldri
- eiga lögheimili í Reykjanesbæ
- hafa tekjur og eignir (þínar og maka) undir ákveðnum viðmiðunarmörkum
- vera með tekjur og eignir (þínar og maka) undir viðmiðunarmörkum í umsóknarmánuði og 2 mánuðum þar á undan.
- Einstaklingar: 188.240 krónur
- Hjón og fólk í sambúð: 301.185 krónur
Áður en þú sækir um fjárhagsaðstoð skaltu athuga rétt þinn til annarrar aðstoðar, til dæmis hjá:
Sækja um fjárhagsaðstoð
Sækja um
Með umsókninni þarf að fylgja:
- stöðuyfirlit um innistæður í bönkum eða öðrum fjármálastofnunum.
- launa- og greiðsluseðlar síðustu 2 mánuði, svo sem launaseðlar, greiðsluáætlun frá Tryggingastofnun, lífeyrissjóðsgreiðslur, atvinnuleysisbætur eða aðrar tekjur
Öðrum gögnum gæti þurft að skila inn, til dæmis:
- upplýsingar um nýtingu persónuafsláttar ef þú vilt nýta ónýttan persónuafslátt (sótt hjá skattinum)
- húsaleigusamningur
- ef þú ert vinnufær: staðfestingu á að bótarétti úr atvinnuleysistryggingasjóði sé lokið
- ef þú ert óvinnufær: læknisvottorði eða staðfestingu á umsókn frá Tryggingastofnun, ásamt staðfestingu frá sjúkrasjóði stéttarfélaga og Sjúkratryggingum
Upphæð fjárhagsaðstoðar
- Fjárhagsaðstoð getur verið allt að 188.240 kr. á mánuði til einstaklings.
- Fjárhagsaðstoð getur verið allt að 301.185 kr. á mánuði til hjóna eða fólks í sambúð.
- 80% af grunnfjárhæð (150.592 kr) er greidd ef þú ert húsnæðislaus.
- 40% af grunnfjárhæð (75.296 kr) er greidd ef þú býrð hjá foreldrum, ættingjum eða aðstandendum.
Upphæðin er óháð barnafjölda þar sem gert er ráð fyrir að barnabætur, meðlög og umönnunargreiðslur mæti kostnaði vegna barna.
Synjun á umsókn
Ef þér er synjað um fjárhagsaðstoð hefur þú rétt til að vísa málinu til áfrýjunarnefndar velferðarráðs Reykjanesbæjar. Þú hefur 4 vikur til að senda inn beiðni til áfrýjunarnefndar.
Þú sendir inn beiðni til áfrýjunarnefndar á Mitt Reykjanes undir Umsóknir. Þar velur þú Beiðni til áfrýjunarnefndar undir Velferð.
Ef velferðarráð staðfestir beiðnina þína hefur þú 3 mánuði til að kæra niðurstöðuna til úrskurðarnefndar velferðarmála.