Útideild hefur starfað frá árinu 1991 og var hún þá samvinnuverkefni sveitarfélaganna Keflavíkur og Njarðvíkur. Síðar komu fleiri sveitarfélög á Suðurnesjum til sögunnar og hefur samstarf við þau verið gott.
Tilgangur Útideildar er fyrst og fremst leitarstarf og fer starfsemin að mestu leyti fram á föstudagskvöldum. Mikil samvinna er höfð við lögreglu og hefjast allar vaktir og enda á lögreglustöðinni.
Skilaboðin til ungmenna eru einföld og skýr. Starfsmenn Útideildar bjóða þeim að ræða hlutina í trúnaði, en trúnaðurinn endar þar sem lögbrotin byrja.
Oft reynist erfitt að meta árangur af störfum Útideildar, enda starfar hún í anda brunavarna. Þó er það samdóma álit þeirra sem fylgst hafa með ungu fólki undanfarin ár að „ástand" á Hafnargötunni hafi batnað mjög mikið og að útivistarreglur séu betur virtar en áður var.
Yfirmaður Útideildar er Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi.