Ásbrú

Þegar bandaríski herinn yfirgaf varnarsvæði sitt eftir 60 ára veru þá var sérstakt félag, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf., eða Kadeco, stofnað til að koma varnarsvæðinu í borgaraleg not. Félagið var stofnað 24. október 2006 og er það í eigu forsætisráðuneytisins. 

Á Ásbrú hefur risið nýsköpunar-  og frumkvöðlasamfélag í kringum Keili, Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs og Hekluna, Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja, sem  rekur Markaðsstofu Reykjanes, hefur yfirumsjón með Reykjanes jarðvangi og styður við nýsköpun.

Horft yfir Ásbrú