Leikskólinn Holt

Stapagata 10, Reykjanesbær 230
holt@leikskolinnholt.is
420 3175
Opnunartími : 07:30-16:15

Um leikskólann

Leikskólinn Holt er staðsettur við Stapagötu 10 í Njarðvík, Reykjanesbæ. Hann var formlega opnaður 15. mars 1985 og voru deildirnar tvær, Kot og Hlíð. Þann 2. janúar 2004 áttu sér stað endurbætur og stækkaður skóli með tveimur nýjum deildum, Laut og Lundi, tekinn í notkun. Árið 2022 var leikskólinn stækkaður um tvær deildir til viðbótar, Móa og Þúfu og er í dag 6 deilda leikskóli með rými fyrir 105 börn. Stöðugildi við skólann eru 33, tónlistarkennari starfar við skólann og sér um tónlistarkennslu einn dag í viku. Systrafélag Njarðvíkurkirkju stóð að byggingu leikskólans í samvinnu við Njarðvíkurbæ. Leikskólinn stendur í landi jarðarinnar Holts og þaðan kemur nafnið. Leikskólinn er Grænfánaskóli, Heilsueflandi skóli og starfar eftir hugmyndafræði Reggio Emilia, þar sem áherslan er á barnið, hæfileika þess og áhuga, leikinn og umhverfið sem þriðja kennarann. Hugmyndir Reggio Emilia ganga út frá virkni barnsins, þar sem barnið tjáir uppgötvanir með orðum, athöfnum og skapandi efniviði eins og myndlist, tónlist og opnum efniviði. Vinnubrögð barnanna þróast í ákveðnu vinnuferli sem stuðlar að þeirra eigin uppgötvun og þekkingu, að stöðugt sé byggð ofan á fyrri þekkingu. Börnin eru hvött til að spyrja spurninga og leita svara við þeim sjálf. Kennarar taka virkan þátt í ferlinu með þroska og virkni barnanna að leiðarsljósi og nýta umhverfið í öllu starfi.

Leikskólastjóri er Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir
Aðstoðarleikskólastjóri er Sigurbjört Kristjánsdóttir

Hugmyndafræði

Á Holti er starfað í anda Reggio Emilia. Í stefnu okkar leggjum við m.a. áherslu á umhverfið sem þriðja kennarann, þ.e. að skapa fallegt og bjóðandi umhverfi sem hvetja börnin til að takast á við nýjar áskoranir og námstækifæri. Út frá hugmyndafræði Reggio Emilia notum við listræna sköpun sem útgangspunkt. Sköpunin býður upp á innsæi, upplifun og skilning. Í sköpun felst ýmislegt eins og að upplifa liti, form, tónlist, hreyfingu og takt. Viðhorf okkar til barnanna einkennist af trú okkar á barnið sem getumikinn einstakling. Við höfum trú á hæfileikum barnsins og vilja þess til að læra. Hlutverk okkar er að nýta okkur forvitni barnsins. Sem kennarar erum við þátttakendur í samvinnu við börnin, við erum stuðningur þeirra og fyrirmyndir.

Með frekari upplýsingar vísum við í starfsáætlun leikskólans og skólanámskrá.

Einkunnarorð leikskólans eru: Gleði - Virðing - Sköpun - Þekkingarleit

Starfsáætlun

Hægt er að sækja starfsáætlun hér

Skólanámsskrá

Hægt er að sækja skólanámskrá

Leikskóladagatal

Hægt er að sækja leikskóladagatal hér

Sækja um leikskóladvöl

Sótt er um leikskóladvöl rafrænt gegnum Völu. Sækja um

Skoða staðsetningu á korti