Frístundaakstur í Reykjanesbæ

Lógó vefjarins í vetrarham
Lógó vefjarins í vetrarham

Frístundaakstur í Reykjanesbæ  - Helstu spurningar og svör sem að foreldrar hafa varðandi verkefnið má nálgast hér

Leiðbeiningar hvernig á að skrá í aksturinn í gegnum Völu - smella hér

Reykjanesbær hefur mikinn áhuga á að auka þátttöku barna í íþróttum og tómstundum og hefur ákveðið að bjóða upp á frístundaakstur fyrir þau börn sem eru að taka þátt í starfi frístundaheimila í grunnskólum Reykjanesbæjar.


Aksturinn er fyrir þá nemendur í 1. - 4. bekk sem eru skráðir í frístundaheimilið skráning fer fram í gegnum Völu skráningarkerfið. Aksturinn er innifalinn í gjaldi frístundaheimilanna.


Foreldrar eru hvattir til að kynna sér vel hvaða íþróttir og/eða tómstundir eru í boði fyrir börnin og nýta sér þessa auknu þjónustu sem að Reykjanesbær í samstarfi við íþrótta- og tómstundahreyfinguna býður upp  á. Fjölbreytt úrval íþrótta- og tómstunda er kynnt inn á fristundir.is

Aksturinn er pantaður í skráningarkerfi Völu þ.e. þar sem að börnin eru skráð til þátttöku í frístundaheimilunum.

Eitt af markmiðunum með þessu verkefni er að auka þátttöku barna í íþrótta- og tómstundastarfi sem og í starfsemi frístundaheimila. Einnig viljum við jafna aðstöðumun barna þegar kemur að aðgengi að íþróttum og tómstundum á hefðbundnum vinnutíma foreldra.