Fjármálasvið annast innheimtu gjalda samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Einnig annast sviðið greiðslur á öllum reikningum og kröfum á bæinn og fyrirtæki hans.
Fasteignagjöld
Allir álagningarseðlar fasteignagjalda í Reykjanesbæ eru á rafrænu formi og verða ekki sendir í pósti nema þess sé sérstaklega óskað. Hægt er að nálgast þá á íbúavef Reykjanesbæjar mittreykjanes.is og á island.is. Greiðsluseðlar vegna fasteignagjalda birtast eingöngu sem kröfur í netbanka. Þó má óska eftir því að fá greiðsluseðla senda bréfleiðis, en þeir greiðendur sem eru 76 ára og eldri fá áfram seðla. Þeir sem eiga rétt á tekjutengdum afslætti vegna elli- og/eða örorkulífeyris þurfa ekki að sækja um hann sérstaklega en allar slíkar upplýsingar eru sóttar rafrænt til ríkisskattstjóra.
Gjalddagar gjalda yfir 25.000 kr. eru 10 talsins, fyrsta dag hvers mánaðar frá og með 1. febrúar. Gjalddagi gjalda undir 25.000 kr. er 1. febrúar.
Eindagi er 30 dögum síðar og dráttarvextir reiknast frá gjalddaga ef ekki er greitt innan þess tíma.
Boðgreiðslur
Bent er á hagræði þess að greiða ýmsar reglubundnar greiðslur með kreditkorti. Þannig getur með auðveldum hætti sparast mikil fyrirhöfn, bæði fyrir greiðendur og Reykjanesbæ. Þjónustuver Reykjanesbæjar tekur við upplýsingum í síma 421 6700 og netfangið thjonustuver@reykjanesbaer.is
Þær greiðslur sem hægt er að inna af hendi með boðgreiðslum eru:
- Fasteignagjöld
- Leikskólagjöld
- Frístundagjöld
- Heimaþjónusta
Milliinnheimta
Motus hefur umsjón með milli- og lögfræðiinnheimtu fyrir Reykjanesbæ. Fólk er hvatt til að semja um vanskil sem allra fyrst til að forðast óþarfa innheimtukostnað.