Heiðarbraut 27, Reykjanesbær 230
heidarsel@heidarsel.is
420 3130
Opnunartími : 07:45-16:15
Um leikskólann
Leikskólinn Heiðarsel er fjögurra deilda leikskóli, staðsettur í Reykjanesbæ. Leikskólinn tók til starfa þann 8. október árið 1990. Þar geta dvalið allt að 94 börn á aldrinum tveggja til sex ára og fer það eftir fjölda barna hve margir starfsmenn eru hverju sinni. Leikskólinn starfar samkvæmt lögum um leikskóla nr. 78/1994 og Aðalnámskrá leikskóla sem gefin var út af menntamálaráðuneytinu 2011.
Þann 8. október árið 2004 tók leikskólinn að starfa eftir Heilsustefnu Unnar Stefánsdóttur og er markmið skólans að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á leik, hreyfingu, næringu og listsköpun í leik og starfi. Aðrar áherslur í starfi leikskólans eru læsi, stærðfræði og tónlist.
Haustið 2012 var formlega tekin í notkun að ferðin Uppeldi til ábyrgðar þar sem stefnan þjálfar börn í að vera það sem þau vilja vera en ekki einungis að gleðjast öðrum. Meginmarkmið með stefnunni er að kenna börnum og unglingum sjálfsstjórn og sjálfsaga, taka ábyrgð á eigin orðum og gerðum og læra af mistökum í samskiptum. Hún er leið til að ýta undir jákvæð samskipti og byggir á að ná samstöðu um lífsgildi til að hafa að leiðarljósi og fylgja þeim síðan með fáum en skýrum reglum (Gossen, 2007).
Leikskólastjóri er Hanna Málmfríður Harðardóttir
Aðstoðarleikskólastjóri er Svava Ósk Stefánsdóttir
Hugmyndafræði
Heilsuleikskólinn Heiðarsel starfar eftir hugmyndafræði Heilsustefnu Unnar Stefánsdóttur en meginmarkmið hennar er að stuðla að heilsueflingu leikskólasamfélagsins með áherslu á hreyfingu, næringu og sköpun í leik.
Í Heilsustefnunni er unnið markvisst með hreyfingu og fá öll börn skipulagða hreyfistund með íþróttafræðing 2-3 sinnum í viku. Þessar stundir eru fyrirfram skipulagðar og tengjast bæði þeim þáttum sem prófaðir eru í Heilsubók barnsins og áherslum leikskóla.
Heilsuleikskólar kappkosta að auka velferð barna með góðri næringu og byggja matseðlar á næringarstefnu heilsuleikskólanna. Næringarstefnan er unnin af næringarfræðingi og lýðheilsufræðingi og fylgir hún opinberun ráðleggingum um mataræð. Lögð er áhersla á fjölbreyttan heimilismat og að vinna mat sem mest frá grunni. Börn með fæðuóþol / fæðuofnæmi fá mat sem hentar þeim hverju sinni og eins líkan því sem í boði er hverju sinni.
Einkunnarorð leikskólans eru Hreyfing, næring, listsköpun og leikur
Starfsáætlun
Hægt er að sækja starfsáætlun hér
Skólanámsskrá
Hægt er að sækja skólanámskrá (í vinnslu)
Leikskóladagatal
Hægt er að sækja leikskóladagatal hér
Skoða staðsetningu á korti