Umhverfis- og framkvæmdasvið

Hlutverk umhverfis- og framkvæmdasviðs er að fara með skipulags-, umhverfis- og byggingarmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010 og lögum um mannvirki nr. 160/2010, þar sem það á við. Umhverfis- og framkvæmdasvið starfar í umboði umhverfis- og skipulagsráðs og eru málaflokkar þess umhverfismál, skipulags- og byggingarmál og eignaumsýsla.

Verkefni sviðsins eru meðal annars að sinna viðhaldi og rekstri gatna og opinberra svæða, lóðaskráningar, nýfræmkvæmdir, viðhaldi fasteigna, almenningssamgöngur og fráveita Reykjanesbæjar. Hlut af starfseminni fer fram í Umhverfissmiðstöð.

Mikil uppbygging á sér staða í sveitarfélaginu og eru mörg verkefni á dagskránni. Má þar á meðal nefna svæði sem ætluð eru til íbúabyggðar, útivistar og afþreyingu sem á að breyta eða bæta við. Markmiðið er að bæta aðstöðu íbúa Reykjanesbæjar og fegra sveitarfélagið.

Umhverfismál

Umhverfismiðstöð 
Viðhald og rekstur gatna og opinberra svæða 
Veitumál 

Skipulags- og byggingarmál

Lóðaskráningar
Byggingarleyfi
Nýframkvæmdir ganga og fráveitu    

Eignaumsýsla

Eignasjóður 
Nýframkvæmdir og viðhald fasteigna 
Fasteignir Reykjanesbæjar

Stjórnskipulag Reykjanesbæjar