Útsvarsprósenta í Reykjanesbæ er14,97%.
Elli- og örorkulífeyrisþegum sem eiga lögheimili í Reykjanesbæ er veittur tekjutengdur afsláttur af fasteignaskatti. Rétt til afsláttar eiga íbúðareigendur í Reykjanesbæ sem búa í eigin íbúð og eru 67 ára á árinu eða eldri og/eða hafa verið úrskurðaðir 75% öryrkjar fyrir 1. janúar 2021. Afsláttur nær einungis til þeirrar íbúðar sem viðkomandi býr í. Til þess að njóta þessa réttar verður viðkomandi að eiga lögheimili í Reykjanesbæ og vera þinglýstur eigandi fasteignar. Stofn til útreiknings tekjuviðmiðs er tekju- og útsvarsstofn auk fjármagnstekna umsækjanda skv. skattframtali ársins vegna tekna nýliðins árs. Reglur um viðmiðunartekjur eru birtar sérstaklega. Smelltu á þennan tengil til að sjá skjal með upplýsingum um afslátt, viðmiðunartekjur og reglur.
Gjalddagar fasteignagjalda eru alls 10, frá 1. febrúar til og með 1. nóvember. Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga.
Önnur gjöld
Úrgangshirða
Samkvæmt lögum nr. 55/2003 er sveitarfélögum skylt að innheimta gjald sem næst raunkostnaði við hirðu og meðhöndlun úrgangs. Reykjanesbær byggir gjaldskrá sína á áætluðum kostnaði við málaflokkinn en sú breyting varð á 1.janúar 2024 að nú er greitt fyrir þær tunnur sem eru við hvert heimili. Íbúar geta því að einhverju leyti stýrt því hvaða tunnur henta best við sitt heimili svo lengi sem krafan um fjóra flokka er uppfyllt. Nánari upplýsingar um verð og hvaða tunnutegundir eru í boði má sjá í gjaldskrá Reykjanesbæjar.