Tjarnargötu 19, 230 Reykjanesbæ.
tjarnarsel@tjarnarsel.is
420 3100
Opnunartími : 07:45-16:15
Um leikskólann
Tjarnarsel er elsti leikskóli Reykjanesbæjar, hann tók til starfa 18. ágúst 1967. Í skólanum eru 96 börn á fjórum aldursskiptum deildum á Tjarnargötu 19 og einni aldursblandaðri deild á Skólavegi 1. Dvalartími barna getur verið fjórar til átta klukkustundir á dag, eftir óskum foreldra. Áhersluþættir leikskólans eru mál og læsi, vettvangsferðir, umhverfismennt og útinám. Jafnframt er lögð áhersla á fjölbreyttan efnivið til listsköpunar og kubba af öllum stærðum og gerðum. Leikskólinn hefur sjö sinnum tekið við Grænfánanum sem er viðurkenning Landverndar fyrir umhverfismennt í skólum. Hugmyndafræði skólans einkennist af því að allt nám geti farið fram í gegnum leik, jafnt innan veggja hans sem utan. Kenningar John Dewey liggja til grundvallar ásamt fleiri fræðimönnum og kennismiðum og má þar helsta telja Lev Vyigotsky, Ingrid Pramling og Josep Cornell.
Leikskólastjóri er Árdís H. Jónsdóttir
Aðstoðarleikskólastjóri er Ingibjörg S. Stefánsdóttir
Hugmyndafræði
Í Tjarnarseli fer leikurinn sem rauður þráður í gegnum allt nám og starf. Horft er til hugmynda John Dewey, sem meðal annars benti á að börn lærðu mest með því að byggja ofan á fyrri reynslu sína og öðluðust þannig óbeina menntun. Einnig er litið til hugmynda Ingrid Pramling um að börn séu leikandi námsmenn og Lev Vygotsky sem jók skilning manna á mikilvægi leiksins sem leiðandi afl í uppeldi og þroska barna. Kenningar þessara fræðimanna birtast meðal annars í að sjálfsprottnum leik er gefinn langur samfelldur tími bæði úti og inni. Leitast er við að skapa umgjörð um leikinn með áherslu á fjölbreyttan, opin skapandi efnivið þar sem börnin geta fylgt eftir eigin áhugahvöt hverju sinni.
Starfsáætlun
Hægt er að sækja starfsáætlun hér
Skólanámsskrá
Hægt er að sækja skólanámskrá hér
Leikskóladagatal
Hægt er að sækja leikskóladagatal hér
Sækja um leikskóladvöl
Sótt er um leikskóladvöl rafrænt gegnum Völu. Sækja um
Skoða staðsetningu á korti