Laus störf

Reykjanesbær er fjórða stærsta sveitarfélag landsins og þar starfa yfir 1.200 manns. Hjá sveitarfélaginu starfar samhentur hópur sem vinnur að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum í þágu bæjarbúa.

Meginstefna Reykjanesbæjar ber yfirskriftina „Í krafti fjölbreytileikans“, en sveitarfélagið leggur ríka áherslu á að vera fjölskylduvænn bær sem styður og eflir hæfileika allra. Þetta kemur fram í öflugu skóla-, íþrótta- og menningarstarfi.

Reykjanesbær er vottað barnvænt sveitarfélag af UNICEF á Íslandi og vinnur markvisst að því að skapa samfélag þar sem allir hópar fá rödd og tækifæri til þátttöku.

Akurskóli – Hönnun og smíði

Starfssvið: Akurskóli leitar að metnaðarfullum og áhugasömum kennara í hönnun og smíði.

Í Akurskóla eru um 350 nemendur og um 80 starfsmenn. Leiðarljós skólans er: Virðing – Gleði – Velgengni. Akurskóli hefur skilgreint stefnu sína og í skólanum er meðal annars lögð áhersla á jöfn tækifæri til náms, teymisvinnu kennara, heilbrigði og velferð ásamt öflugu foreldrasamstarfi. Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Staðan er 80-100%. Upphaf ráðningar er 1. ágúst 2025,. Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FG.

Hlutverk/helstu verkefni: 

  • Hönnunar- og smíðakennsla í 1. – 7. bekk ásamt valgreinum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Kennaramenntun og leyfisbréf til að starfa sem kennari.
  • Reynsla af vinnu með börnum.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
  • Færni og lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Jákvæðni og sveigjanleiki.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.
  • Hreint sakavottorð.

Hlunnindi:

  • Bókasafnskort
  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund
  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf. Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil ásamt afriti af leyfisbréfi. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað. 

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Heimilt er að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort umsækjandi hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, sjá 3. mgr. 12. gr. laga nr. 95/2019.

Upplýsingar gefur Sigurbjörg Róbertsdóttir, skólastjóri, netfang: sigurbjorg.robertsdottir@akurskoli.is S. 8493822.

Umsóknarfrestur til: 02. maí 2025

Sækja um þetta starf

Akurskóli – Tónmenntakennari

Starfssvið: Akurskóli leitar að metnaðarfullum og áhugasömum kennurum.

Í Akurskóla eru um 350 nemendur og um 80 starfsmenn. Leiðarljós skólans er: Virðing – Gleði – Velgengni. Akurskóli hefur skilgreint stefnu sína og í skólanum er meðal annars lögð áhersla á jöfn tækifæri til náms, teymisvinnu kennara, heilbrigði og velferð ásamt öflugu foreldrasamstarfi. Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Staðan er 50-60% starf. Upphaf ráðningar er 1. ágúst 2025. Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FG.

Hlutverk/helstu verkefni: 

  • Tónmennt í 3. – 6. bekk 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Kennaramenntun og leyfisbréf til að starfa sem kennari.
  • Reynsla af vinnu með börnum.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
  • Færni og lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Jákvæðni og sveigjanleiki.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.
  • Hreint sakavottorð.

Hlunnindi:

  • Bókasafnskort
  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund
  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf. Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil ásamt afriti af leyfisbréfi. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað. 

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Heimilt er að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort umsækjandi hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, sjá 3. mgr. 12. gr. laga nr. 95/2019.

Upplýsingar gefur Sigurbjörg Róbertsdóttir, skólastjóri, netfang: sigurbjorg.robertsdottir@akurskoli.is S. 8493822.

Umsóknarfrestur til: 02. maí 2025

Sækja um þetta starf

Heiðarskóli – Umsjónarkennari á miðstigi

Starfssvið: Umsjónarkennari á miðstigi

Heiðarskóli leitar að metnaðarfullum og áhugasömum starfsmanni með þekkingu og reynslu af skólastarfi.

Í Heiðarskóla eru um 465 nemendur og um 80 starfsmenn. Einkunnarorð skólans eru: Háttvísi, hugvit, heilbrigði. Unnið er eftir hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar. Heiðarskóli hefur á að skipa vel menntuðu og hæfu starfsfólki og er stöðugleiki í starfsmannahaldi. Áhersla er lögð á samvinnu, skapandi hugsun, fjölbreytta kennsluhætti og gott foreldrasamstarf. 

Ráðning er frá 1. ágúst 2025.  Um er að ræða 100% starf og laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FG.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Hlutverk/helstu verkefni: 

  • Kennsla á miðstigi í bóklegum greinum
  • Umsjón með nemendum
  • Foreldrasamstarf og fagleg vinna í skóla.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
  • Reynsla af kennslu í leik- eða grunnskóla. 
  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Færni í samskiptum og samvinnu.
  • Frumkvæði, sveigjanleiki og skipulögð vinnubrögð.
  • Áhugi fyrir skólaþróun.

Hlunnindi:

  • Bókasafnskort
  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund
  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf. Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil ásamt afriti af leyfisbréfi. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað. 

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Heimilt er að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort umsækjandi hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, sjá 3. mgr. 12. gr. laga nr. 95/2019.

Upplýsingar gefur Lóa Björg Gestsdóttir, skólastjóri, netfang: loa.b.gestsdottir@heidarskoli.is S. 6925465.

Umsóknarfrestur til: 29. apríl 2025

Sækja um þetta starf

Hljómahöll – Markaðs- og kynningarfulltrúi

Markaðs- og kynningarfulltrúi Hljómahallar

Ert þú skapandi og skipulagður einstaklingur með brennandi áhuga á tónlist og menningu?

Hljómahöll óskar eftir kraftmiklum markaðs- og kynningarfulltrúa sem hefur metnað til að auka sýnileika hússins, Rokksafns Íslands og þeirra viðburða sem þar fara fram. Hljómahöll er lifandi hús þar sem fjölbreytt tónlistar- og menningarstarf fer fram allt árið. Ef þú sérð þig í þessu hlutverki og langar að starfa í kraftmiklu og skapandi umhverfi, þá hvetjum við þig til að sækja um!

Viðkomandi mun leiða markaðssetningu viðburða, salaleigu og starfsemi Rokksafns Íslands, sjá um samfélagsmiðla og heimasíður, og skipuleggja auglýsingaherferðir á öllum helstu miðlum, bæði stafrænum og hefðbundnum. Við leitum að skipulögðum einstaklingi með góða samskipta- og greiningarhæfni, reynslu af stafrænum markaðstólum (m.a. Meta Ads, Google Ads, Mailchimp) og hæfni til að vinna sjálfstætt. Reynsla af hönnun og efnisgerð er mikilvæg, sem og hæfni í íslensku og ensku. Starfið krefst sveigjanleika og viðkomandi þarf að geta unnið utan hefðbundins dagvinnutíma þegar viðburðir fara fram.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Að markaðssetja og auka sýnileika viðburða í húsinu, salaleigu og Rokksafns Íslands 
  • Umsjón og efnisgerð
  • - á heimasíðunum hljomaholl.is og rokksafn.is
  • - á samfélagsmiðlum Hljómahallar og Rokksafns Íslands
  • - auglýsingaherferða með Meta Ads og Google Ads
  • - auglýsingaherferða á póstlista með Mailchimp
  • - auglýsingaherferða fyrir útvarp, sjónvarp og prentmiðla
  • Umsjón með tölfræði markaðsmála
  • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við framkvæmdastjóra

Hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi 
  • Þekking og reynsla af markaðsmálum 
  • Þekking og reynsla af umsjón með samfélagsmiðlum fyrirtækja/stofnana
  • Þekking og reynsla af markaðssetningu á stafrænum miðlum s.s. Meta Ads og Google Ads
  • Hæfni í hönnun og gerð kynningarefnis s.s. í Adobe, Canva o.s.frv
  • Hæfni í myndbandagerð er kostur
  • Þekking og reynsla af notkun á Mailchimp kostur
  • Góð greiningarhæfni og færni í að vinna með tölfræði
  • Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Hefur metnað til að ná framúrskarandi árangri
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfileikar
  • Góð færni í íslensku og ensku

Hlunnindi:

  • Bókasafnskort
  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund
  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó

Um er að ræða 75% starf. Meirihluti starfsins fer fram á dagvinnutíma en einnig er þörf á reglulegri viðveru á viðburðum á kvöldin og um helgar til að setja efni á samfélagsmiðla og safna markaðsefni.

Upplýsingar gefur Tómas Young (tomas@hljomaholl.is), framkvæmdastjóri Hljómahallar

Umsóknarfrestur til: 24. apríl 2025

Sækja um þetta starf

Menningar- og þjónustusvið - Kerfisstjóri

Upplýsingatæknideild Reykjanesbæjar leitar að lausnamiðuðum og framsýnum kerfisstjóra til að styrkja öflugt og samhent teymi. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í vaxandi umhverfi þar sem tækni og þjónusta við notendur eru í öndvegi.

Reykjanesbær leggur áherslu á nútímalegt vinnuumhverfi og vinnustaðamenningu þar sem gildi okkar – virðing, eldmóður og framsækni – endurspeglast í öllu okkar starfi.

Helstu verkefni:

  • Umsjón með tölvuinnviðum og netkerfi sveitarfélagsins (Cisco, VMware, Microsoft)
  • Uppsetning, viðhald og uppfærslur á notendabúnaði
  • Notendaþjónusta og úrlausn tæknilegra vandamála
  • Þátttaka í þróunarverkefnum og innleiðingu nýrra lausna

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun í kerfisfræði eða skyldu tæknisviði er æskileg
  • Microsoft og/eða Cisco vottanir eru mikill kostur
  • Reynsla af rekstri og viðhaldi tölvukerfa
  • Góð þekking á Microsoft lausnum
  • Frábær þjónustulund, reynsla af þjónustu og góð færni í mannlegum samskiptum
  • Skipulagshæfni, sjálfstæð vinnubrögð og öguð nálgun við úrlausn verkefna í hröðu umhverfi
  • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti

Hlunnindi:

  • Bókasafnskort
  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund
  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó

Um fullt starf er að ræða og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf.  Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir hæfni í starfið, auk upplýsinga um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Andri Örn Víðisson deildarstjóri Upplýsingatæknideildar, netfang: andri.o.vidisson@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 23. apríl 2025

Sækja um þetta starf

Njarðvíkurskóli – Forstöðumaður frístundaheimilis

Starfssvið: Njarðvíkurskóli leitar að metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi í starf forstöðumanns frístundaheimilis.

Njarðvíkurskóli er heildstæður grunnskóli með um 465 nemendur og starfsfólk skólans er rúmlega 100. Menntun og mannrækt eru einkunnarorð Njarðvíkurskóla sem endurspegla þá stefnu að veita nemendum öfluga menntun í jákvæðu og styðjandi umhverfi. Starfsfólk Njarðvíkurskóla vinnur eftir hugmyndafræði PBS og leiðsagnarnáms sem stuðlar að jákvæðum skólabrag og markvissri námsframvindu. Áhersla er lögð á heildstæða nálgun þar sem þarfir nemenda eru í forgrunni. Skólinn hefur á að skipa metnaðarfullu og hæfu starfsfólki með fjölbreytta menntun og reynslu sem leggur sig fram um að skapa hvetjandi námsumhverfi fyrir alla nemendur. Njarðvíkurskóli er umhverfisvænn og heilsueflandi skóli sem leggur ríka áherslu á gott samstarf heimilis og skóla. Stöðugt leitað nýrra leiða til að efla skólastarfið enn frekar og tryggja nemendum jöfn tækifæri til náms í hvetjandi umhverfi. 

Ráðning er frá 1. ágúst 2025. Um er að ræða 100% starf. Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Hlutverk og helstu verkefni:

  • Umsjón og ábyrgð með starfsemi frístundaheimilis fyrir nemendur í 1. – 4. bekk.
  • Vinna með nemendum í almennu skólastarfi.
  • Skipulagning starfsins í samráði við skólastjórnendur og starfsfólk frístundaheimilis. 
  • Tekur þátt í að móta stefnu og framtíðarsýn frístundaheimilisins.
  • Sinnir samskiptum og upplýsingagjöf til forráðmanna og skólasamfélagsins.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf á uppeldissviði, s.s. tómstunda- og félagsfræði eða sambærileg menntun.
  • Reynsla af starfi með börnum.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Skipulags- og stjórnunarhæfileikar 
  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.
  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð. 
  • Fjölbreytt áhugasvið sem nýtist í starfi á frístundaheimilinu.
  • Almenn tölvukunnátta.
  • Hreint sakavottorð.

Hlunnindi:

  • Bókasafnskort.
  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum.
  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund.
  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó.

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil ásamt afriti af leyfisbréfi. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað. 

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. 

Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Heimilt er að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort umsækjandi hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, sjá 3. mgr. 12. gr. laga nr. 95/2019.

Upplýsingar gefur Rafn Markús Vilbergsson skólastjóri, netfang: rafn.m.vilbergsson@njardvikurskoli.is S. 420-3000/694-7292.

Umsóknarfrestur til: 22. apríl 2025

Sækja um þetta starf

Velferðarsvið - Dagdvalir aldraðra/Deildarstjóri

Starfssvið: Deildarstjóri

Velferðarsvið Reykjanesbæjar óskar eftir metnaðarfullum og skipulögðum hjúkrunarfræðingi í starf deildarstjóra dagdvalarþjónustu fyrir aldraða.

Deildarstjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri dagdvalanna og faglegri framkvæmd þjónustunnar. Í starfinu felst m.a. samhæfing verkferla, leiðtogahlutverk innan starfsliðsins, þverfaglegt samstarf og mannauðsmál í samvinnu við teymisstjóra öldrunar- og stuðningsþjónustu.

Dagdvalir aldraðra eru hluti af þjónustu Velferðarsviðs Reykjanesbæjar og eru reknar á tveimur stöðum: Á Nesvöllum og í Selinu.

Markmið dagdvalanna er að styðja við aldraða í því að búa sem lengst á eigin heimili og rjúfa félagslega einangrun. Einnig er lögð áhersla á að viðhalda og efla andlega, líkamlega og félagslega heilsu dvalargesta.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni:

  • Umsjón með daglegum rekstri dagdvalanna
  • Fagleg ábyrgð á þjónustu
  • Yfirumsjón með ráðningum, mönnun og fræðslu starfsfólks
  • Ráðgjöf og stuðningur við dvalargesti og aðstandendur
  • Skráningar og upplýsingamiðlun
  • Þátttaka í stefnumótun og þróun þjónustu við aldraða

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Íslenskt hjúkrunarleyfi
  • Reynsla af stjórnun er æskileg
  • Þekking og reynsla af þjónustu við aldraða er æskileg
  • Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptahæfni
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og færni í teymisvinnu
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Góð færni í íslensku, bæði í ræðu og riti

Hlunnindi:

  • Bókasafnskort
  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund
  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó

Um 100% starf er að ræða og er æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 16. júní. Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Margrét Arnbjörg Valsdóttir teymisstjóri öldrunar- og stuðningsþjónustu, netfang: margret.a.valsdottir@reykjanesbaer.is S. 420-3400

Umsóknarfrestur til: 24. apríl 2025

Sækja um þetta starf

Velferðarsvið – Hópastarf með börnum

Viltu hafa jákvæð áhrif á líf barna og ungmenna?

Velferðarsvið Reykjanesbæjar óskar eftir áhugasömu starfsfólki í hópastarf með börnum með langvarandi stuðningsþarfir.

Við leitum að ábyrgum og metnaðarfullum einstaklingum til að taka þátt í fjölbreyttu og uppbyggilegu frístundastarfi fyrir börn og ungmenni á aldrinum 6–18 ára. Markmið starfsins er að efla sjálfsmynd og félagsfærni þátttakenda, styðja við jákvæða samfélagsþátttöku og skapa öruggt og hvetjandi umhverfi.

Starfið hentar vel einstaklingum sem hafa:

  • Áhuga á að vinna með börnum og ungmennum með stuðningsþarfir
  • Jákvætt viðmót, þolinmæði og hæfni í samskiptum

Vinnutími:

  • Ein til tvær kvöldvaktir á virkum dögum, kl. 17:00–19:00.

Ef þú vilt vera hluti af samhentu teymi sem vinnur að jákvæðum breytingum fyrir börn og ungmenni, hvetjum við þig til að sækja um.

Upplýsingar gefur Vilborg Pétursdóttir teymisstjóri barna- og fjölskylduteymis, netfang: vilborg.petursdottir@reykjanesbaer.is S. 421-6700

Umsóknarfrestur til: 24. apríl 2025

Sækja um þetta starf

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ!

Hjá Reykjanesbæ starfa um 1.200 manns í fjölbreyttum störfum, og við leitum reglulega að hæfileikaríku og jákvæðu fólki til að bætast í hópinn. Hér getur þú sent inn almenna umsókn til sveitarfélagsins.

Við bjóðum eingöngu tímabundin afleysingastörf sem vara að hámarki í 12 mánuði samfellt, t.d. vegna orlofs, veikinda, barnburðarleyfis eða námsleyfis.

Ef þú hefur ákveðnar óskir um starfshlutfall eða tímavinnu, vinsamlegast taktu það fram í umsókninni. Tímabundin afleysingastörf eru ekki alltaf auglýst, en stjórnendur skoða gagnagrunninn okkar þegar störf losna og hafa samband við viðeigandi umsækjendur. Störfin geta verið bæði í 100% starfshlutfalli og hlutastörf. Almennar umsóknir eru geymdar í grunninum í allt að 6 mánuði.

Við hvetjum þig einnig til að fylgjast með auglýstum störfum á heimasíðu Reykjanesbæjar og sækja sérstaklega um ef þú hefur áhuga á ákveðnu starfi.

Vinsamlegast athugið að almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega.

Upplýsingar gefur Mannauður og starfsumhverfi, starf@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 31. desember 2025

Sækja um þetta starf

Íþróttamannvirki Reykjanesbæjar – Starfsfólk í sumarafleysingar

Íþróttamannvirki Reykjanesbæjar óska eftir að ráða kvenmenn í sumarafleysingar bæði í Sundmiðstöð/Vatnaveröld og Íþróttamiðstöð Stapaskóla.

Starfssvið: Umsjón með öryggi sundlaugargesta í og við laug, almenn þjónusta og leiðbeiningar við notendur, eftirfylgni með umgengisreglum og almenn þrif á mannvirkinu. 

Um er að ræða 100% stöður þar sem unnið er á dag-, kvöld- og helgarvöktum. Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Umsækjandi þarf að fara á námskeið í skyndihjálp sem og að standast hæfnispróf sundstaða.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni:

  • Umsjón með öryggi sundlaugargesta í og við laug
  • Eftirlit í búningsklefum á skólatíma
  • Almenn afgreiðsla og þjónusta við notendur
  • Leiðbeina gestum eftir því sem við á
  • Eftirfylgni með umgengisreglum sundlaugarinnar
  • Almenn þrif í mannvirkinu.

Mennturnar- og hæfniskröfur:

  • Umsækjandi þarf að fara á námskeið í skyndihjálp.
  • Umsækjandi þarf að standast hæfnispróf sundstaða.
  • Góð færni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki
  • Rík þjónustulund og stundvísi
  • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði
  • Góð íslenskukunnátta í mæltu og rituðu máli skilyrði
  • Hreint sakarvottorð

Hlunnindi:

  • Bókasafnskort
  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund
  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í lok maí og sótt námskeið í skyndihjálp og björgun um miðjan maí. 

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið, ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Hafsteinn Ingibergsson, netfang: hafsteinn.ingibergsson@reykjanesbaer.is S. 899-8010

Umsóknarfrestur til: 21. apríl 2025

Sækja um þetta starf