Laus störf

Allir umsækjendur sem sækja um auglýst störf fá svör við umsókn sinni þegar ráðningarferlinu er lokið. Athugið að ekki eru send út svör við almennum umsóknum.

Menningar- og þjónustusvið - Starfsmaður í Stapasafn

Bókasafn Reykjanesbæjar auglýsir eftir starfsmanni í 70% starf í Stapasafni. Starfið er fjölbreytt og krefst bæði skipulagshæfileika og sköpunargleði. Starfsmaður mun vinna þvert á söfnin innan bókasafnsins. Vinnutími er fjölbreyttur og felur í sér morgun-, síðdegis- og helgarvaktir.

Æskilegt er að nýr starfsmaður geti hafið störf í janúar 2025. Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni:

  • Vinna við aðföng og umsýslu safnefnis
  • Barna- og ungmennastarf
  • Hugmyndavinna og skipulagning
  • Upplýsingagjöf og teymisvinna
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Stúdentspróf eða sambærileg menntun og/eða reynsla af störfum á bókasafni
  • Mjög góð tölvukunnátta, frumkvæði og áhugi á nýjungum
  • Framúrskarandi íslenskukunnátta og gott vald á ensku
  • Drifkraftur, metnaður og færni til að vinna sjálfstætt og í teymi
  • Lausnamiðuð hugsun, jákvætt viðhorf og rík þjónustulund
  • Góð færni í mannlegum samskiptum, sveigjanleiki og stundvísi

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir laus störf. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Þórey Ösp Gunnarsdóttir, safnstjóri Stapasafns , netfang thorey.o.gunnarsdottir@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 06. desember 2024

Sækja um þetta starf

Menningar- og þjónustusvið - Sérfræðingur í Stapasafn

Bókasafn Reykjanesbæjar leitar að drífandi og metnaðarfullum sérfræðingi í 100% starf í Stapasafni. Starfið krefst háskólamenntunar og fellur undir starfsemi Bókasafns Reykjanesbæjar. Starfsmaður mun sinna fjölbreyttum verkefnum þvert á söfnin. Vinnutími er fjölbreyttur og felur í sér morgun-, síðdegis- og helgarvaktir.

Æskilegt er að viðkomandi hefji störf í janúar 2025. Launakjör eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni:

  • Sérfræðistörf á sviði bókasafns- og upplýsingafræða
  • Afgreiðsla og upplýsingaþjónusta
  • Teymisvinna
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf á sviði bókasafns- og upplýsingafræða eða sambærileg menntun
  • Þekking á bókasafnskerfinu Gegni og skráningarleyfi er kostur
  • Hæfni til að leiðbeina og kenna öðrum
  • Góð kunnátta í upplýsingatækni og áhugi á nýjungum á því sviði
  • Framúrskarandi íslenskukunnátta og gott vald á ensku
  • Sjálfstæð vinnubrögð, drifkraftur og hæfni til að vinna í teymi
  • Lausnamiðuð hugsun, jákvætt viðhorf og ríkur þjónustuvilji
  • Sveigjanleiki, stundvísi og góð færni í mannlegum samskiptum

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir laus störf. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Þórey Ösp Gunnarsdóttir, safnstjóri Stapasafns , netfang thorey.o.gunnarsdottir@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 06. desember 2024

Sækja um þetta starf

Menningar- og þjónustusvið - Þjónustufulltrúi í þjónustuver

Við leitum að jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingi í starf þjónustufulltrúa í þjónustuveri Reykjanesbæjar. Starf þjónustufulltrúa felst í almennri þjónustu við bæjarbúa, meðal annars með upplýsingagjöf um þjónustu Reykjanesbæjar og opinberra stofnana ásamt stoðþjónustu við ýmsar deildir bæjarins. Aðstoð við bæjarbúa vegna sjálfsafgreiðslulausna og stafrænnar þjónustu er einnig mikilvægur hluti starfsins. Viðkomandi þarf að tileinka sér fagmennsku, sveigjanleika og skilvirkni í lifandi og síbreytilegu starfsumhverfi.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og leitum við að einstaklingi sem endurspeglar þessi gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni:

  • Almenn afgreiðsla og þjónusta
  • Móttaka, skráning og svörun erinda í síma, netspjalli og tölvupósti
  • Upplýsingagjöf til bæjarbúa, gesta og starfsmanna
  • Leiðbeiningar við notkun sjálfsafgreiðslulausna
  • Skráningar í tölvukerfi
  • Stoðþjónusta við önnur svið
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Stúdentspróf eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
  • Æskileg reynsla af skrifstofustörfum
  • Góð íslenskukunnátta og ritfærni
  • Góð enskukunnátta
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
  • Þjónustulund og jákvætt hugarfar
  • Nákvæm og vönduð vinnubrögð
  • Hæfni til að aðlagast breytingum í starfsumhverfi

Um er að ræða tímabundið starf með möguleika á fastráðningu. Starfshlutfall er 100%. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsókn skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið, og upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Umsóknir berist í gegnum vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf.

Við hvetjum áhugasama einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um. 

Upplýsingar gefur Áslaug Þ. Guðjónsdóttir deildarstjóri þjónustu og þróunar aslaug.t.g.luther@reykjanesbaer.is S. 421-6700

Umsóknarfrestur til: 22. nóvember 2024

Sækja um þetta starf

Stapaskóli - Tölvuumsjónarmaður

Stapaskóli óskar eftir að ráða tölvuumsjónarmann

Starfssvið: Tölvuumsjónarmaður Stapaskóla.

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi tengdu upplýsingatækni og er tilbúinn að leggja sitt af mörkum við uppbyggingu á nýjum heildstæðum skóla.

Stapaskóli er heildstæður skóli fyrir börn á aldrinum 2 – 16 ára sem er að rísa í Dalshverfi í Reykjanesbæ. Fjöldi nemenda við fullsetinn skóla er um 500 á grunnskólaaldri og 120 á leikskólaaldri. Næsta haust munu nemendur frá 2 aldri til 15 ára stunda þar nám. Skólinn verður í hjarta hverfisins og mun þjóna íbúum grenndarsamfélagsins sem menningarmiðstöð. Áhersla verður lögð á öflugt foreldrastarf og náin tengsl við nánasta umhverfi. Í skólastarfi verður sérstök áhersla á sköpun og listir, verklegt nám og tækninám.

Í Stapaskóla fer fram metnaðarfullt skólastarf þar sem gleði, vinátta , samvinna og virðing eru þau gildi sem höfð eru að leiðarljósi. 

Um er að ræða 100% starf og laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Ráðning er frá 1. Janúar 2025 eða eftir samkomulagi. 

Hlutverk/helstu verkefni:

  • Sinnir daglegri notendaþjónustu og kerfistjórn skólans.
  • Sér um aðgang starfsfólks að innra neti skólans.
  • Umsjón með tölvu- og tækjakosti skólans.
  • Sér um uppsetningu á vél-, hug-, og jaðarbúnaði.
  • Fylgist með nýjungum í skólastarfi tengt upplýsingatækni og sækir námskeið og kynningarfundi sem tengjast starfinu.
  • Innkaup og ráðgjöf vegna tölvumála í samráði við skólastjóra.
  • Kennsla við skólann möguleg. 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólagráða eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
  • Starfsreynsla á sviði upplýsingatækni.
  • Góð þekking og reynsla við þróun og viðhald upplýsingakerfa.
  • Góð þekking á Microsoft Office og Office365 og leyfismálum.
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.
  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.
  • Jákvæðni gagnvart skólaþróun. 

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf. Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil ásamt afriti af leyfisbréfi. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað.

Upplýsingar gefur Gróa Axelsdóttir, skólastjóri Stapaskóla, netfang: groa.axelsdottir@stapaskoli.is S. 420 – 1600 / 824-1069.

Umsóknarfrestur til: 25. nóvember 2024

Sækja um þetta starf

Velferðarsvið - Dagdvalir aldraðra

Starf í dagdvöl aldraðra í Reykjanesbæ – 70% stöðugildi í dagvinnu

Dagdvalir aldraðra Reykjanesbæ leita að áhugasömum og umhyggjusömum starfsmanni til að ganga til liðs við teymið okkar. Starfið felur í sér 70% stöðugildi í dagvinnu með fullri styttingu vinnuvikunnar. Dagdvöl aldraðra er rekin á Nesvöllum og í Selinu þar sem markmiðið er að styðja aldraða einstaklinga sem þurfa eftirlit og umönnun til að geta búið á eigin heimilum sem lengst, rjúfa félagslega einangrun og stuðla að betri andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu. Við leggjum áherslu á að veita öryggi og sinna þörfum hvers og eins. Starfið er auglýst til þriggja mánaða með möguleika á auknu starfshlutfalli og fastráðningu.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni, og mikilvægt er að starfsmaður endurspegli þessi gildi í starfi sínu.

Helstu verkefni:

  • Umönnun aldraðra
  • Innkaup og umsjón með eldhúsi
  • Skipulag og stuðningur í félagsstarfi
  • Hvatning og stuðningur til að efla vellíðan

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Kostur að hafa reynslu af starfi með öldruðum
  • Sjálfstæð vinnubrögð og sveigjanleiki
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og jákvæðni
  • Metnaður til að veita framúrskarandi þjónustu
  • Gott vald á íslensku

Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Sótt er um starfið á heimasíðu Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir „Laus störf.“ Umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni í starfið, ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Við hvetjum áhugasama einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um.

Upplýsingar gefur Kristín M. Hreinsdóttir deildarstjóri dagdvala í Reykjanesbæ, netfang kristin.m.hreinsdottir@reykjanesbaer.is S. 420-3400.

Umsóknarfrestur til: 29. nóvember 2024

Sækja um þetta starf

Velferðarsvið - Starfsfólk í stuðningsþjónustu

Velferðarsvið óskar eftir starfsfólki í stuðningsþjónustu fyrir börn og ungmenni

Við leitum að metnaðarfullu starfsfólki í einstaklings- og hópastarf fyrir börn og ungmenni á aldrinum 6-18 ára sem þurfa stuðning til að efla sjálfsmynd sína og taka virkari þátt í samfélaginu. Starfið krefst jákvæðrar nálgunar og skilnings á mismunandi þörfum barna.

Viðkomandi mun starfa í tímavinnu, aðallega seinnipart dags og um helgar, sem gerir starfið hentugt með námi eða annarri vinnu.

Umsóknir skal senda á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir „Laus störf." Fylgja þarf umsókn ferilskrá og kynningarbréf þar sem hæfni umsækjanda fyrir starfið er rökstudd. Einnig skal gefa upp upplýsingar um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað. 

Við hvetjum áhugasama einstaklinga, 18 ára og eldri, óháð kyni eða uppruna, til að sækja um.

Upplýsingar gefur Vilborg Pétursdóttir teymisstjóri barna- og fjölskylduteymis, netfang: vilborg.petursdottir@reykjanesbaer.is S. 421-6700

Umsóknarfrestur til: 31. desember 2024

Sækja um þetta starf

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Hjá Reykjanesbæ starfa u.þ.b. 1.200 manns í fjölbreyttum störfum hjá sveitarfélaginu og er reglulega verið að leita að hæfu og góðu fólki til að bætast í hópinn. Hér getur þú lagt inn almenna umsókn til Reykjanesbæjar.

Eingöngu er um að ræða afleysingastörf sem ekki er ætlað að standa lengur en til 12 mánaða samfellt, s.s. vegna orlofs, veikinda, barnburðarleyfis eða námsleyfis.

Vinsamlegast taktu fram í umsóknarforminu ef þú ert að leita að ákveðnu starfshlutfalli eða hvort þú hafir áhuga á  tímavinnu. Tímabundin afleysingastörf eru ekki alltaf auglýst, stjórnendur leita í grunninum ef störf losna og hafa samband við þá sem eru á skrá og koma til greina. Störfin geta bæði verið 100% stöður eða/og hlutastörf. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í 6 mánuði.

Reykjanesbær hvetur þig til að fylgjast vel með öllum auglýstum störfum á vef Reykjanesbæjar og sækja sérstaklega um ef ákveðið starf vekur áhuga.

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega. 

Upplýsingar gefur Mannauðsstjóri, starf@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 31. desember 2024

Sækja um þetta starf

Viltu taka þátt í að veita börnum og fjölskyldum stuðning?

Velferðarsvið Reykjanesbæjar óskar eftir stuðningsfjölskyldum

Ert þú einstaklingur eða fjölskylda sem hefur áhuga á að bjóða barni með stuðningsþarfir hlýlegt umhverfi, umhyggju og kærleik um helgar? Við erum að leita að jákvæðum og ábyrgðarfullum einstaklingum eða fjölskyldum sem eru tilbúin að taka þátt í því mikilvæga hlutverki að létta á álagi á fjölskyldum og styrkja félagslegt stuðningsnet barna. 

Helstu verkefni:

  • Veita barni með stuðningsþarfir helgarvistun á heimili þínu.
  • Veita barninu öruggt, kærleiksríkt og styðjandi umhverfi. 

Með því að gerast stuðningsfjölskylda getur þú:

  • Haft jákvæð áhrif á líf barns.
  • Veitt fjölskyldu kærkomna hvíld og stuðning. 

Ef þetta hljómar eins og eitthvað fyrir þig, þá er þetta einstakt tækifæri til að leggja þitt af mörkum til að styðja við börn og fjölskyldur!

Upplýsingar gefur Kolbrún Þorgilsdóttir ráðgjafi barna- og fjölskylduteymis, Kolbrun.thorgilsdottir@reykjanesbaer.is S. 421-6700

Umsóknarfrestur til: 31. desember 2024

Sækja um þetta starf

Íþróttamannvirki Reykjanesbæjar - Kvenkyns sundlaugavörður

Íþróttamannvirki Reykjanesbæjar óskar eftir að ráða konu í fullt starf í Sundmiðstöðinni Vatnaveröld.

Við leitum að jákvæðri og þjónustulipri konu með sjálfstæð vinnubrögð. Starfið felur í sér klefavörslu á skólatíma, þjónustu við gesti, eftirlit og almenn þrif á mannvirkinu. Vaktavinna er í boði.

Um Sundmiðstöðina/Vatnaveröld: Vatnaveröld býður upp á stórt og gott útisvæði með sundlaug, rennibraut, heitum og köldum pottum, ásamt gufu og blautgufu. Á innisvæðinu er 50 metra innilaug auk sundlaugar fyrir yngri börn.

Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf strax eftir áramót. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Afgreiðsla og eftirlit við sundlaug
  • Eftirlit í búningsklefum á skólatíma
  • Almenn þrif á mannvirkinu
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
  • Skilyrði að umsækjandi tali íslensku
  • Umsækjandi þarf að standast hæfnispróf sundstaða
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Þjónustulund og stundvísi
  • Hreint sakavottorð er skilyrði

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir „Laus störf.“ Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi fyrir hæfni umsækjanda í starfið, auk upplýsinga um umsagnaraðila, öllum umsóknum verður svarað.

Við hvetjum áhugasama til að sækja um.

Upplýsingar gefur Hafdís Alma Karlsdóttir rekstrarfulltrúi íþróttamannvirkja, netfang: Hafdis.A.Karlsdottir@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 27. nóvember 2024

Sækja um þetta starf