Laus störf

Allir umsækjendur sem sækja um auglýst störf fá svör við umsókn sinni þegar ráðningarferlinu er lokið. Athugið að ekki eru send út svör við almennum umsóknum.

Akurskóli - Kennari eða sérkennari í stoðþjónustu

Starfssvið: Akurskóli leitar að metnaðarfullum og áhugasömum aðila í 100% starf í stoðþjónustu skólans.

Í Akurskóla eru 350 nemendur og starfsfólk er um 70. Leiðarljós skólans er: Virðing – Gleði – Velgengni. Akurskóli hefur skilgreint stefnu sína og í skólanum er meðal annars lögð áhersla á jöfn tækifæri til náms, teymisvinnu kennara, heilbrigði og velferð ásamt öflugu foreldrasamstarfi.

Um er að ræða 100% starf og launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FG.Ráðning er frá 1. ágúst 2024.

Hlutverk/helstu verkefni:

  • Sérkennsla nemenda í skólanum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Kennaramenntun og starfsleyfi sem kennari.
  • Reynsla af kennslu í grunnskóla.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
  • Færni og lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Jákvæðni og sveigjanleiki.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.
  • Hreint sakavottorð. 

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf. Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil ásamt afriti af leyfisbréfi. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Heimilt er að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort umsækjandi hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, sjá 3. mgr. 12. gr. laga nr. 95/2019.

Upplýsingar gefur Sigurbjörg Róbertsdóttir, skólastjóri Akurskóla, netfang: sigurbjorg.robertsdottir@akurskoli.is og í síma 8493822.

Umsóknarfrestur til: 04. júlí 2024

Sækja um þetta starf

Akurskóli – Kennari á unglingastig

Starfssvið: Akurskóli leitar að metnaðarfullum og áhugasömum kennara til að kenna íslensku og/eða dönsku í 7. – 10. bekk.  

Í Akurskóla eru 330 nemendur og starfsfólk er um 80. Leiðarljós skólans er: Virðing – Gleði – Velgengni. Akurskóli hefur skilgreint stefnu sína og í skólanum er meðal annars lögð áhersla á jöfn tækifæri til náms, teymisvinnu kennara, heilbrigði og velferð ásamt öflugu foreldrasamstarfi.

Ráðning er frá 1. ágúst 2024. Starfshlutfall 50%-100% og laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FG.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Hlutverk/helstu verkefni:

  • Kennsla í íslensku og/eða dönsku í 7. - 10. bekk.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
  • Reynsla af kennslu í grunnskóla á elsta stigi. 
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.
  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.
  • Jákvæðni gagnvart skólaþróun.
  • Hreint sakavottorð. 

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf. Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil ásamt afriti af leyfisbréfi. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Heimilt er að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort umsækjandi hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, sjá 3. mgr. 12. gr. laga nr. 95/2019.

Upplýsingar gefur Sigurbjörg Róbertsdóttir, skólastjóri Akurskóla, netfang: sigurbjorg.robertsdottir@akurskoli.is S. 8493822.

Umsóknarfrestur til: 04. júlí 2024

Sækja um þetta starf

Björgin Geðræktarmiðstöð Suðurnesja - Ráðgjafi

Björgin óskar eftir að ráða tímabundið í 8 mánuði í 75-100% stöðu ráðgjafa. Björgin er endurhæfingarúrræði og athvarf fyrir fullorðið fólk með geðheilsuvanda sem sinnir íbúum Suðurnesja. Björgin býður uppá grunnendurhæfingu, athvarf, ráðgjöf og eftirfylgni.

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Vinnutími er frá 8:00 – 16:00. Viðkomandi þarf að geta hafið störf  á milli 1 og 15 september 2024.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni:

  • Einstaklingsviðtöl.
  • Fræðsla.
  • Fyrirlestrar.
  • Hópastarf.
  • Skjalavinnsla.
  • Símsvörun.
  • Önnur tilfallandi störf.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun á sviði félags- eða heilbrigðisvísinda.
  • Færni í úrvinnslu gagna t.d. Power BI kostur.
  • Reynsla af störfum með einstaklingum með geðheilsuvanda kostur.
  • Góðir samstarfs- og skipulagshæfileikar.
  • Jákvætt viðmót og rík þjónustulund.
  • Samviskusemi og þolinmæði.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir laus störf. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið, ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. 

Upplýsingar gefur Díana Hilmarsdóttir, forstöðumaður, netfang, diana.hilmarsdottir@reykjanesbaer.is S. 420-3270.

Umsóknarfrestur til: 08. júlí 2024

Sækja um þetta starf

Leikskólinn Hjallatún – Deildarstjori

Leikskólinn Hjallatún óskar eftir að ráða deildarstjóra til starfa í fullt starf

Leikskólinn Hjallatún er opinn leikskóli og starfar eftir fjölgreindarkenningu Howard Garnders. Áhersla er á frjálsa leikinn, lýðræði og samskipti.

Um 100% starf er að ræða. Æskilegt er að viðkomandi getið hafið störf 7. ágúst 2024. Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Vinnur að og ber ábyrgð á uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra
  • Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni ásamt foreldrasamvinnu
  • Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á miðlun upplýsinga til starfsfólks, stjórnenda og foreldra
  • Ber ábyrgð á og stýrir deildarfundum og skipuleggur undirbúningstíma starfsfólks
  • Hefur umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna á deildinni
  • Ber ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá og að öll börn fái kennslu og umönnun við hæfi
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leyfisbréf sem kennari (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Reynsla af deildarstjórn í leikskóla er æskileg
  • Reynsla af starfi leikskóla er æskileg
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Ef ekki fæst leikskólakennari til starfa kemur til greina að ráða starfsmann með aðra menntun eða reynslu sem nýtist í starfi.

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir laus störf. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið, ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Ólöf Magnea Sverrisdóttir, leikskólastjóri Hjallatúns netfang olof.m.sverrisdottir@hjallatun.is S. 420-3150.

Umsóknarfrestur til: 02. júlí 2024

Sækja um þetta starf

Myllubakkaskóli - Myndmenntakennari

Starfssvið: Myndmennt

Myllubakkaskóli leitar að metnaðarfullum og áhugasömum kennara með þekkingu og reynslu af skólastarfi.

Í Myllubakkaskóla eru um 350 nemendur og 75 starfsmenn. Einkunnarorð skólans eru: virðing, ábyrgð, jafnrétti og árangur. Í skólanum er meðal annars lögð áhersla á jöfn tækifæri til náms, heilbrigði, vellíðan og metnað í því sem við tökum okkur fyrir hendur.

Um er að ræða 80 - 100% starf og laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FG. Ráðning er tímabundin og er frá 1. ágúst 2024 – 31. júlí 2025

Hlutverk/helstu verkefni:  

  • Myndmenntakennsla í 1. - 7. bekk ásamt valgreinum á unglingastigi og faglegri vinnu í skólanum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
  • Reynsla af kennslu í sjónlistum.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.
  • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni.
  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.
  • Jákvæðni gagnvart skólaþróun.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf. Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil ásamt afriti af leyfisbréfi. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Heimilt er að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort umsækjandi hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, sjá 3. mgr. 12. gr. laga nr. 95/2019.

Upplýsingar gefur Hlynur Jónsson, skólastjóri Myllubakkaskóla, netfang: hlynur.jonsson@myllubakkaskoli.is S. 862 5209.

Umsóknarfrestur til: 08. júlí 2024

Sækja um þetta starf

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Hjá Reykjanesbæ starfa u.þ.b. 1.200 manns í fjölbreyttum störfum hjá sveitarfélaginu og er reglulega verið að leita að hæfu og góðu fólki til að bætast í hópinn. Hér getur þú lagt inn almenna umsókn til Reykjanesbæjar.

Eingöngu er um að ræða afleysingastörf sem ekki er ætlað að standa lengur en til 12 mánaða samfellt, s.s. vegna orlofs, veikinda, barnburðarleyfis eða námsleyfis.

Vinsamlegast taktu fram í umsóknarforminu ef þú ert að leita að ákveðnu starfshlutfalli eða hvort þú hafir áhuga á  tímavinnu. Tímabundin afleysingastörf eru ekki alltaf auglýst, stjórnendur leita í grunninum ef störf losna og hafa samband við þá sem eru á skrá og koma til greina. Störfin geta bæði verið 100% stöður eða/og hlutastörf. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í 6 mánuði.

Reykjanesbær hvetur þig til að fylgjast vel með öllum auglýstum störfum á vef Reykjanesbæjar og sækja sérstaklega um ef ákveðið starf vekur áhuga.

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega. 

Upplýsingar gefur Mannauðsstjóri, starf@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 31. desember 2024

Sækja um þetta starf