Laus störf

Allir umsækjendur sem sækja um auglýst störf fá svör við umsókn sinni þegar ráðningarferlinu er lokið. Athugið að ekki eru send út svör við almennum umsóknum.

Akurskóli – Umsjónarkennari í 7. bekk

Akurskóli leitar að metnaðarfullum og áhugasömum kennara.

Í Akurskóla eru um 330 nemendur og um 75 starfsmenn. Leiðarljós skólans er: Virðing – Gleði – Velgengni. Akurskóli hefur skilgreint stefnu sína og í skólanum er meðal annars lögð áhersla á jöfn tækifæri til náms, teymisvinnu kennara, heilbrigði og velferð ásamt öflugu foreldrasamstarfi. Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Upphaf ráðningar er samkomulagsatriði en sem fyrst væri kostur. Ráðning er tímabundin vegna forfalla.

Um er að ræða 100% starf og launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FG.

Hlutverk/helstu verkefni: 

  • Umsjónarkennsla í 7. bekk, stærðfræði, íslenska og samfélagsfræði.
  • Kennsla í 5. bekkjar teymi.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Kennaramenntun og leyfisbréf til að starfa sem kennari.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
  • Færni og lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Jákvæðni og sveigjanleiki.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
  • Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.
  • Hreint sakavottorð.

Hlunnindi:

  • Bókasafnskort
  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund
  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf.Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil ásamt afriti af leyfisbréfi. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Heimilt er að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort umsækjandi hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, sjá 3. mgr. 12. gr. laga nr. 95/2019.

Upplýsingar gefur Sigurbjörg Róbertsdóttir, skólastjóri, netfang: sigurbjorg.robertsdottir@akurskoli.is S. 8493822.

Umsóknarfrestur til: 17. febrúar 2025

Sækja um þetta starf

Holtaskóli - Aðstoðarskólastjóri

Staða aðstoðarskólastjóra í Holtaskóla er laus til umsóknar. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna skólasýn og góða færni í mannlegum samskiptum.

Í Holtaskóla eru um 420 nemendur og um 80 starfsmenn. Einkunnarorð skólans eru virðing, ábyrgð, virkni og ánægja en unnið er eftir hugmyndafræði PBS og leiðsagnarnáms. Í skólanum fer fram metnaðarfullt skólastarf þar sem lögð er áhersla á heildstæða nálgun með þarfir nemenda að leiðarljósi.

Holtaskóli hefur á að skipa vel menntuðu, metnaðarfullu og hæfu starfsfólki.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. ágúst 2025. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og SÍ. Um 100% starf er að ræða.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Vera staðgengill skólastjóra og taka virkan þátt í daglegri stjórn skólans
  • Veita faglega forystu og vinna að mótun og framkvæmd faglegrar stefnu skólans
  • Vinna að skipulagi skólastarfs og stuðla að framþróun þess
  • Vinna að öflugu samstarfi innan skólasamfélagsins
  • Hefur umsjón með starfsþróun og sjálfsmati skólans

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Kennaramenntun og leyfisbréf kennara
  • Viðbótarmenntun sem nýtist í starfi er kostur 
  • Reynsla af stjórnunarstörfum eða faglegri forystu í skólastarfi er kostur
  • Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Góðir skipulagshæfileikar, geta til að vinna sjálfstætt og forgangsraða verkefnum
  • Frumkvæði og samstarfsvilji
  • Færni til að leita nýrra leiða í skólastarfi og leiða framsækna skólaþróun
  • Faglegur metnaður, hugmyndaauðgi og skipulagshæfni

Hlunnindi:

  • Bókasafnskort
  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund
  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó

Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar undir Laus störf. Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil ásamt afriti af leyfisbréfi. Einnig er óskað eftir kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað. 

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.    

Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Heimilt er að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort umsækjandi hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, sjá 3. mgr. 12. gr. laga nr. 95/2019.

Upplýsingar gefur Helga Hildur Snorradóttir skólastjóri, netfang helga.h.snorradottir@holtaskoli.is S. 848-1268.

Umsóknarfrestur til: 12. febrúar 2025

Sækja um þetta starf

Umhverfis- og framkvæmdasvið – Verkefnastjóri hjá byggingafulltrúa

Reykjanesbær leitar að verkefnastjóra hjá byggingarfulltrúa á umhverfis- og framkvæmdasviði. Byggingarfulltrúi annast meðal annars umsóknir um byggingarleyfi og afgreiðslu þeirra. Umsýsla þess fer fram í samræmi við mannvirkjalög og byggingarreglugerð, ásamt öðrum tilheyrandi lögum, reglugerðum og skilmálum sem varðar notkun lóða og byggingarframkvæmd á þeim. 

Um er að ræða 100% starf. Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni:

  • Yfirferð byggingarleyfisumsókna og hönnunargagna
  • Opinbert byggingareftirlit, stöðuskoðanir, öryggis- og lokaúttektir
  • Útgáfa vottorða, umsagnir vegna rekstrar og veitingaleyfa
  • Halda utan um stafræna mannvirkjaskrá
  • Aðkoma að skipulagsmálum, auk aðstoðar við kortagrunna og fleiri tengd verkefni
  • Önnur tilfallandi störf hjá embætti byggingarfulltrúa

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun í arkitektúr, byggingarverkfræði, byggingartæknifræði eða byggingarfræði er skilyrði
  • Reynsla á sviði hönnunar- og mannvirkjagerðar er skilyrði
  • Löggilding sem hönnuður skv. 25. gr. mannvirkjalaga er skilyrði
  • Þekking á lagaumgjörð mannvirkjamála er kostur
  • Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Þekking á verkefnastjórnun er æskileg
  • Góð tölvukunnátta er æskileg
  • Góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að tjá sig í rituðu og töluðu máli nauðsynleg
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði

Hlunnindi:

  • Bókasafnskort
  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund
  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið, ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Sveinn Björnsson, byggingarfulltrúi , netfang sveinn.bjornsson@reykjanesbaer.is S. 4216700.

Umsóknarfrestur til: 17. febrúar 2025

Sækja um þetta starf

Velferðarsvið - Starfsfólk á heimili langveikrar stúlku

Óskað er eftir einstaklingum í sumarafleysingar á fjölskylduheimili langveikrar 19 ára stúlku sem þarf hjálp við allar athafnir daglegs lífs og félagsskap. Um er að ræða vaktarvinnu á öllum tímum sólahringsins. Við leitum að umhyggjusömum og heilsuhraustum konum í starfið.

Um er að ræða 4 stöður í 70-100% sumar starf frá 01.05.25 - 31.08.25. Starfið er vakta- og tímavinnustarf þar sem unnið er á dag-, kvöld- og næturvöktum.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni:

  • Einstaklingsmiðuð persónuleg þjónusta við íbúa i hennar daglega lífi
  • Almenn heimilisstörf
  • Unnið er eftir hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf
  • Samvinna með samstarfsfólki og aðstandendum

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Sjúkraliðanám, félagsliðanám eða annað nám sem nýtist í starfi er kostur 
  • Reynsla og þekking af málefnum fatlaðs fólks
  • Reynsla af umönnunarstörfum
  • Hæfni og virðing í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og þolinmæði

Hlunnindi:

  • Bókasafnskort
  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund
  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó

Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað.

Upplýsingar gefur Ásdís Bjarnadóttir Forstöðumaður í gegnum netfang asdis.bjarnadottir@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 16. febrúar 2025

Sækja um þetta starf

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn

Viltu starfa hjá Reykjanesbæ!

Hjá Reykjanesbæ starfa um 1.200 manns í fjölbreyttum störfum, og við leitum reglulega að hæfileikaríku og jákvæðu fólki til að bætast í hópinn. Hér getur þú sent inn almenna umsókn til sveitarfélagsins.

Við bjóðum eingöngu tímabundin afleysingastörf sem vara að hámarki í 12 mánuði samfellt, t.d. vegna orlofs, veikinda, barnburðarleyfis eða námsleyfis.

Ef þú hefur ákveðnar óskir um starfshlutfall eða tímavinnu, vinsamlegast taktu það fram í umsókninni. Tímabundin afleysingastörf eru ekki alltaf auglýst, en stjórnendur skoða gagnagrunninn okkar þegar störf losna og hafa samband við viðeigandi umsækjendur. Störfin geta verið bæði í 100% starfshlutfalli og hlutastörf. Almennar umsóknir eru geymdar í grunninum í allt að 6 mánuði.

Við hvetjum þig einnig til að fylgjast með auglýstum störfum á heimasíðu Reykjanesbæjar og sækja sérstaklega um ef þú hefur áhuga á ákveðnu starfi.

Vinsamlegast athugið að almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega.

Upplýsingar gefur Mannauður og starfsumhverfi, starf@reykjanesbaer.is

Umsóknarfrestur til: 31. desember 2025

Sækja um þetta starf

Íþróttamannvirki Reykjanesbæjar - Tækjastjóri

Tækjastjóri sér meðal annars um að opna húsið, fara yfir tækjabúnað í sundlaugum og pottum, hefur umsjón með vélbúnaði sundlauga, notar stýrikerfi í tölvu við að stilla loftræstingu, hitastig í sundlaugum og pottum og tryggir að allt sé í lagi. Tækjastjóri kemur til með að hafa eftirlit með öllum tækjabúnaði í sundlaugum íþróttamannvirkja Reykjanesbæjar og sinna minniháttar viðhaldi. Starfið krefst sjálfstæði í vinnubrögðum þar sem starfmaður gengur í störf eftir þörfum hverju sinni, tækjastjóri vinnur alla virka daga vikunnar. 

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Launakjör eru í samræmi við samning Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.

Helstu verkefni:

  • Hafa yfirumsjón með tækjum og vélbúnaði sundlauga
  • Eftirlit með stýrikerfum sundlauga
  • Allt minniháttar viðhald 
  • Umsjón með öryggi sundlaugargesta í og við laug
  • Almenn afgreiðsla og þjónusta við notendur

Mennturnar- og hæfniskröfur:

  • Iðnmenntun sem nýtist í starfi er kostur
  • Góð tölvufærni
  • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði
  • Góð færni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki
  • Rík þjónustulund og stundvísi
  • Sækja skyndihjálparnámskeið og standast hæfnispróf sundstaða.
  • Góð íslenskukunnátta í mæltu og rituðu máli skilyrði
  • Hreint sakarvottorð

Hlunnindi:

  • Bókasafnskort
  • Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum
  • Gjaldfrjáls aðgangur í sund
  • Gjaldfrjáls aðgangur í strætó

Sótt er um á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir Laus störf. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið, ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Öllum umsóknum verður svarað.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns eða uppruna, eru hvattir til að sækja um.

Upplýsingar gefur Hafsteinn Ingibergsson, netfang: hafsteinn.ingibergsson@reykjanesbaer.is S. 899-8010

Umsóknarfrestur til: 18. febrúar 2025

Sækja um þetta starf