Íþróttamannvirki Reykjanesbæjar - Kvenkyns sundlaugavörður
Íþróttamannvirki Reykjanesbæjar óskar eftir að ráða konu í fullt starf í Sundmiðstöðinni Vatnaveröld.
Við leitum að jákvæðri og þjónustulipri konu með sjálfstæð vinnubrögð. Starfið felur í sér klefavörslu á skólatíma, þjónustu við gesti, eftirlit og almenn þrif á mannvirkinu. Vaktavinna er í boði.
Um Sundmiðstöðina/Vatnaveröld: Vatnaveröld býður upp á stórt og gott útisvæði með sundlaug, rennibraut, heitum og köldum pottum, ásamt gufu og blautgufu. Á innisvæðinu er 50 metra innilaug auk sundlaugar fyrir yngri börn.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf strax eftir áramót. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Afgreiðsla og eftirlit við sundlaug
- Eftirlit í búningsklefum á skólatíma
- Almenn þrif á mannvirkinu
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
- Skilyrði að umsækjandi tali íslensku
- Umsækjandi þarf að standast hæfnispróf sundstaða
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Þjónustulund og stundvísi
- Hreint sakavottorð er skilyrði
Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, undir „Laus störf.“ Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi fyrir hæfni umsækjanda í starfið, auk upplýsinga um umsagnaraðila, öllum umsóknum verður svarað.
Við hvetjum áhugasama til að sækja um.
Upplýsingar gefur Hafdís Alma Karlsdóttir rekstrarfulltrúi íþróttamannvirkja, netfang: Hafdis.A.Karlsdottir@reykjanesbaer.is
Umsóknarfrestur til: 27. nóvember 2024
Sækja um þetta starf