Þú getur notað Google til að þýða þessa vefsíðu. Við tökum enga ábyrgð á nákvæmni þýðingarinnar. Þjónustan notar vafrakökur til þess að bæta upplifun notenda.
Sérstakur húsnæðisstuðningur er fjárhagslegur stuðningur fyrir einstaklinga og fjölskyldur á leigumarkaði sem þurfa sérstakan stuðning vegna lágra tekna og þungrar framfærslubyrðar.
Til þess að geta sótt um sérstakan húsnæðisstuðning þarf viðkomandi að hafa fengið samþykktar húsnæðisbætur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS). Sótt er um húsnæðisbætur rafrænt á www.hms.is og þar þarf umsækjandi að merkja við að hann veiti sveitarfélaginu aðgang að umsókninni hjá HMS.
Sérstakur húsnæðisstuðningur fyrir námsmenn er fjárstuðningur sem er veittur til foreldra eða annarra forsjáraðila námsmanna 15-17 ára sem leigja á heimavist eða námsgörðum hér á landi vegna náms fjarri lögheimili. Sótt er um rafrænt á MittReykjanes > Umsóknir > undir Velferð er valið Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning fyrir námsmenn 15-17 ára.
Sá sem er skráður fyrir leigusamningi að íbúðarhúsnæði getur sótt um sérstakan húsnæðisstuðning. Aðrir íbúar teljast heimilismenn í umsókn.
Séu fleiri en einn aðili að leigusamningi um íbúðarhúsnæði er gert ráð fyrir að heimilisfólk komi sér saman um hvert þeirra skuli vera umsækjandi um sérstakan húsnæðisstuðning.
Athugaðu að fyrst þarf að sækja um húsnæðisbætur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og merkja við að umsækjandi veiti sveitarfélaginu aðgang að umsókninni hjá HMS.
Upphæðin fer eftir samþykki frá HMS, húsaleigukostnaði, heildartekjum (fyrir skatt) og eignum þínum.
Fyrir hverjar 1.000 kr. sem leigjandi fær frá HMS, fær hann greiddar 750 kr. í sérstakan húsnæðisstuðning, nema aðrir þættir komi til lækkunar á upphæðinni.
Húsnæðisbætur frá HMS og sérstakur húsnæðisstuðningur samanlagt geta aldrei numið hærri fjárhæð en samtals 93.885 kr.
Húsnæðisbætur HMS + sérstakur húsnæðisstuðningur = Hámark 93.885 kr.
Húsnæðisbætur HMS og sérstakur húsnæðisstuðningur samanlagt geta aldrei farið yfir 75% af leigufjárhæð
Ekki er greiddur sérstakur húsnæðisstuðningur þegar húsaleigukostnaður að frádregnum húsnæðisbótum er 60.000 kr. eða lægri
Leigjandi greiðir aldrei lægra en 60.000 kr. í húsaleigukostnað
Dæmi: ef sótt er um í október, þá er greitt fyrir októbermánuð fyrstu vikuna í nóvember.
Óheimilt er að greiða sérstakan húsnæðisstuðning lengra aftur í tímann, þrátt fyrir að leiga hafi hafist fyrr og leigusamningur liggur fyrir því til staðfestingar.
Umsókn þarf að endurnýja á 12 mánaða fresti með því að sækja um að nýju inn á MittReykjanes. Send er inn ný umsókn og skilað inn nýjum gögnum.
Þegar skipt er um húsnæði eða leigusamningur endurnýjaður. Endurnýjun er gerð með því að senda inn nýja umsókn inn á MittReykjanes og skila nýjum gögnum.
Ef þér er synjað um sérstakan húsnæðisstuðning þá hefur þú rétt til að vísa málinu til áfrýjunarnefndar velferðarráðs Reykjanesbæjar. Þú hefur að hámarki fjórar vikur til að leggja inn beiðni til áfrýjunarnefndar.
Leggja má inn beiðni til áfrýjunarnefndar á MittReykjanes, undir Velferð er valið Beiðni til áfrýjunarnefndar