Virkjun mannauðs í Reykjanesbæ

Virkjun mannauðs í Reykjanesbæ er tómstunda- og félagsmiðstöð fyrir 18 ára og eldri. Margvísleg afþreying er í boði fyrir áhugasama, hvort sem fólk sé í atvinnuleit eða ekki. Þar má finna öflugt smíðaverkstæði, föndurherbergi með aðstöðu til þess að mála og prjóna og kaffiaðstöðu, auk þess sem reglulega er keppt í billjard og pílukasti. Þá hefur Bridge-félag Reykjanesbæjar og Flugmódelklúbburinn aðstöðu í húsnæðinu.

  • Flugvallarbraut 740, 262 Reykjanesbæ (gengið inn bakatil).
  • Opið frá 8 til 16 á mánudögum og fimmtudögum.
  • Sími 824 1280.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hafþór B. Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar, en það má ná í hann á netfangið hafthor.birgisson@reykjanesbaer.is.

Tenglar