Leikskólinn Drekadalur

Drekadalur 2, Reykjanesbær 260
drekadalur@drekadalur.is
420 5600 / 852 3964
Opnunartími 07:45-16:15

Um leikskólann

Leikskólinn Drekadalur er nýr sex deilda leikskóli hjá Reykjanesbæ sem opnar í ágúst 2024. Nafnið á leikskólanum okkar Drekadalur er til þess fallið að ýta undir ímyndunarafl og sköpunargleði barnanna og hjálpa starfsfólki, börnum og foreldrum að skapa sannkallaðan ævintýraheim í hjarta Dalshverfi þrjú í Innri Njarðvík.

Markmið leikskólans Drekadals er að útskrifa nemendur með sterka og jákvæða sjálfsmynd, sannfærð um eigin getu. Þessi orð eiga vel við Menntastefnu Reykjanesbæjar með opnum hug og gleði í hjarta sem eru einkunnarorð leikskólans Drekadals og grunngildi leikskólans Gleði, Leikur, Virðing og Hugrekki. Einkunnarorð leikskólans Drekadals ásamt grunngildunum verður haft að leiðarljósi í öllu okkar starfi.

Heimastofur Drekadals hafa fengið nöfn og heita Drekakot, Móakot, Stekkjarkot, Tjarnarkot, Stapakot og Hákot. Mjög skemmtileg nöfn sem tengjast staðháttum í hverfinu okkar. Hreyfisalurinn heitir Njarðvík.

Leikskólastjóri er María Petrína Berg

Hugmyndafræði

Leikskólinn Drekadalur mun meðal annars bjóða upp á hvetjandi og örvandi námsumhverfi þar sem námssvið Aðalnámskrá leikskóla, Menntastefnu Reykjanesbæjar og uppeldi til ábyrgðar eru höfð að leiðarljósi ásamt útinámi og leiknum sem verður gert hátt undir höfði.

Í aðalnámskrá leikskóla má lesa um þann ramma og aðbúnað fyrir nám og kennslu sem mótast hefur í anda gildandi laga, reglugerða og alþjóðasamninga. Innan rammans hafa verið þróaðir sex grunnþættir sem mynda kjarna aðalnámskrá. Þeir varða starfshætti, inntak og umhverfi náms á öllum skólastigum og skapa mikilvæga samfellu í íslensku skólakerfi. Þessir grunnþættir eru læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. 

Meginmarkmið menntastefnu Reykjanesbæjar er að skapa öllum börnum og ungmennum í sveitarfélaginu öruggt og hvetjandi umhverfi þannig að þeim líði vel, þau hafi tækifæri til að rækta hæfileika sína og blómstra með opnum hug og gleði í hjarta. 

Uppeldi til ábyrgðar er mannúðarstefnu sem miðar að því að ýta undir sjálfsaga barna og þjálfa þau í að læra af mistökum sínum með því að ræða um tilfinningar sínar og átta sig á þörfum sínum. Það skiptir máli að allir þekki hlutverk sitt og finni að þeir séu mikilvægir. Uppeldi til ábyrgðar stuðlar að jákvæðum samskiptum, hvetur til sjálfstæðrar hugsunar og þroskar jákvætt gildismat. Það skiptir máli að allir þekki hlutverk sitt og finni að þeir eru mikilvægir. 

Í Drekadal verður lögð áhersla á samvinnu og nýtingu mannauðs. Vellíðan barnanna verður höfð í fyrirrúmi enda verður börnum að líða vel í leikskólanum svo þau geti tekið þátt og dafnað.

Starfsáætlun

Í vinnslu

Skólanámsskrá

Í vinnslu

Leikskóladagatal

Í vinnslu

Sækja um leikskóladvöl

Sótt er um leikskóladvöl rafrænt gegnum Völu. Sækja um

Skoða staðsetningu á korti

í vinnslu