Leikskólinn Hjallatún

Vallarbraut 20, 260 Reykjanesbær
hjallatun@hjallatun.is
420 3150
Opnunartími : 07:30-16:15

Um leikskólann

Hjallatún tók til starfa í janúar 2001. Leikskólinn var upphaflega fjögurra deilda skóli en byggt var við hann árið 2014 og varð hann þá sex deilda skóli. Í Hjallatúni dvelja 114 börn samtímis á aldrinum 2ja til 6 ára og er boðið upp á sveigjanlega vistunartíma frá 4 tímum upp í 8,5 tíma vistun. Hjallatún er opinn leikskóli þar sem börn og starfsfólk flæða milli deilda.

Leikskólastjóri er Ólöf M. Sverrisdóttir
Aðstoðarleikskólastjóri er Arnbjörg E. Hannesdóttir

Hugmyndafræði

Námssvið leikskóla eru áhersluþættir í leikskólauppeldi. Þau eru hreyfing, málrækt, myndsköpun, tónlist, náttúra og umhverfi og menning og samfélag. Námssviðin skarast og eru þau samofin undirstöðuþáttum leikskólastarfs þ.e. leik, daglegri umönnun og almennri lífsleikni. Í Hjallatúni er leitast að flétta vinnuna með námssviðin inn í allt starf leikskólans. Í Hjallatúni höfum við það að leiðarljósi er að í hverjum manni býr auður og okkar hlutverk er að finna þann auð. Við viljum mæta einstaklingnum þar sem hann er sterkur og nýtur sín og leiða hann þaðan inn á brautir annars þroska þar sem hann hefur þörf á að styrkja sig. Til að ná þessum markmiðum styðjumst við kenningu Howard Gardners um fjölgreindarkenninguna.

Einkunnarorð leikskólans eru: Leikur - Lýðræði - Samskipti

Starfsáætlun

Hægt er að sækja starfsáætlun hér

Skólanámsskrá

Hægt er að sækja skólanámskrá hér

Leikskóladagatal

Hægt er að sækja leikskóladagatal hér

Sækja um leikskóladvöl

Sótt er um leikskóladvöl rafrænt gegnum Völu. Sækja um

Skoða staðsetningu á korti