Neyðarstjórn er ætlað að styðja og styrkja aðgerðir einstakra sveitarfélaga með samræmingu, upplýsingum og boðleiðum. Öll sveitarfélög skipa neyðarstjórn með erindisbréfi sem skilgreinir hlutverk og tilgang neyðarstjórna og liggur sú skipan til grundvallar mönnun neyðarstjórnanna. Neyðarstjórnirnar starfa hvort sem er á hefðbundnum tímum og almannavarnatímum.
Neyðarstjórn Reykjanesbæjar hefur því hlutverki að gegna að samhæfa aðgerðir og grípa til neyðarráðstafana þegar neyðarástand skapast til að forgangsraða lögbundinni þjónustu, samfélagslega mikilvægri starfsemi, tryggja almannaheill og lágmarka hugsanlegan samfélagslegan skaða.
Neyðarástand getur skapast þegar öryggi og innviðum samfélagsins er ógnað, svo sem vegna náttúruvár, þegar umhverfi og heilsu er ógnað, og þegar tæknivá eða annars konar hættuástand skapast.
Á neyðarstigi er nauðsynlegt að forgangsraða verkefnum og verja grunnstoðir í þjónustu Reykjanesbæjar til að halda uppi nauðsynlegustu starfsemi. Bæjarstjóri fer ásamt bæjarráði með framkvæmdastjórn sveitarfélagsins. Fagsvið, skrifstofur og fyrirtæki Reykjanesbæjar bera hvert í sínu lagi ábyrgð á þeirri þjónustu sem þau veita. Á neyðarstigi viðbragðsáætlana er neyðarstjórn Reykjanesbæjar virkjuð, að öðru leyti helst stjórnskipulag bæjarins óbreytt og ber hver stjórnandi ábyrgð á sínum starfsvettvangi eða starfsstöð skv. hefðbundnu skipulagi. Neyðarstjórn getur þó á hverjum tíma gripið inn í hefðbundið skipulag og gert sértækar ráðstafanir.
Neyðarstjórn Reykjanesbæjar skipa:
Aðalmenn:
Bæjarstjóri - formaður
Formaður bæjarráðs - varaformaður
Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
Sviðsstjóri menntasviðs
Sviðsstjóri velferðarsviðs
Öryggis- og vinnuverndarfulltrúi
Varamenn:
Aðstoðarmaður bæjarstjóra
Mannauðsstjóri
Markaðsstjóri
Verkefnastjóri fjölmennngarmála
Fundargerðir neyðarstjórnar