Útfararstyrkur

Aðstandandi getur sótt um styrk fyrir útför ef eignir dánarbús nægja ekki fyrir kostnaði og látni á ekki rétt á útfararstyrk frá stéttarfélagi eða styrkurinn er lægri en 200.000 kr. Hámarksupphæð styrks er 200.000 kr.

Tekjulág foreldri geta einnig fengið fjárhagsaðstoð vegna útfararkostnaðar barns.

Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • Skattframtal og staðgreiðsluskrá hins látna.
  • Staðfesting frá stéttarfélagi um rétt til útfararstyrks.
  • Tilkynning sýslumanns um eignalaust dánarbú.
  • Hægt er að senda inn reikning frá útfararstofu til að flýta fyrir umsókn.

Þú sækir um útfararstyrk á Mitt Reykjanes undir Umsóknir. Þar velur þú Umsókn um útfararstyrk undir Velferð.