Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar
Á námskeiðinu er lögð áhersla á að fjalla um leiðir til að vera samtaka í uppeldinu og skapa æskileg uppeldisskilyrði. Markmiðið er að ýta undir færni sem líkleg er til að nýtast barninu til frambúðar. Foreldrar læra aðferðir til að styrkja eigin hæfni, laða fram æskilega hegðun barnsins og fyrirbyggja erfiðleika á jákvæðan hátt. Námskeiðin hafa verið haldin um árabil með góðum árangri. Námskeiðið er sérstaklega þróað fyrir foreldra barna á Íslandi, þar sem stuðst er við viðurkennd fræði og gagnreyndar aðferðir. Höfundar námskeiðsins eru Gyða Haraldsdóttir, doktor í sálfræði og Lone Jensen, þroskaþjálfi.
Við hvetjum þig til að nýta þér þetta frábæra tækifæri til að efla þig í foreldrahlutverkinu.
Nánar um námskeiðið
Ýmist hefur verið boðið upp á stað- eða fjarnámskeið. Hvert námskeið er samtals 8 klukkustundir sem dreifist yfirleitt á fjórar vikur. Kennt er einu sinni í viku í tvær klukkustundir í senn.
Næsta námskeið verður;
Báðir foreldrar eru hvattir til að sitja námskeiðið. Námskeiðið er niðurgreitt að stærstum hluta af Reykjanesbæ. Námskeiðsgjald á fjölskyldu er 10.000 kr. og
námskeiðsgögn eru innifalin.