Grunnskólar

Grunnskólar starfa eftir lögum um grunnskóla frá árinu 2008 og reglugerðum sem þeim fylgja.

Í Reykjanesbæ eru starfræktir sjö grunnskólar og eru ætlaðir öllum börnum á aldrinum 6-16 ára sem eiga lögheimili í bænum. Í grunnskólum Reykjanesbæjar er samvinna, fagmennska, traust og sköpun höfð að leiðarljósi. Í skólunum er boðið upp á heitar máltíðir í hádeginu og frístundavistun frá því að skóla lýkur til kl. 16:15. Frekari upplýsingar um skólana er að finna á vefsíðum þeirra.

Í Reykjanesbæ sækja nemendur grunnskóla samkvæmt skólahverfum . Foreldrar sækja um skólavist fyrir börn sín á íbúavefnum Mitt Reykjanes. Nemendur með lögheimili í tilteknu skólahverfi hafa forgang á skólavist ef skóli þarf að takmarka nemendafjölda.

Umsókn um skólavist utan lögheimilis

Fræðslusvið Reykjanesbæjar afgreiðir umsóknir um skólavist utan lögheimilis á grundvelli viðmiðunarreglna frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Frístundaheimili

Frístundaheimili eru í öllum grunnskólum Reykjanesbæjar og  þar er dagskrá fyrir börn í 1. – 4. bekk frá því að skóla lýkur og til kl. 16.15.  Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðum skólanna. Sótt er um á íbúavefnum Mitt Reykjanes.

  • Gjaldskrá Frístundaskóla og Skólamatar

    Gjaldskrá

    Þjónusta
    Gjald
    Frístundaskóli (síðdegishressing innifalin)
    22.763 kr. á mánuði
    Síðdegishressing
    187 kr. á dag
    Tímagjald
    495 kr. hver klukkustund
    Frístundarskólagjöld eru greidd eftirá, gjalddagi er síðasti dagur mánðar og eindagi 20 dögum síðar

    Fjölskylduafsláttur - frístundaskóli

    Fjölskylduafsláttur (gildir eingöngu af tímagjaldi) gildir milli skólastiga, þ.e. dagforeldra, leikskóla og frístundaskóla.

    Fjölskylduafsláttur frístundaskóla (eingöngu af tímagjaldi)
    Greiðsluhlutfall
    Fyrir annað barn er greitt
    75%
    Fyrir þriðja barn er greitt
    75%
    Fyrir fjórða barn er greitt
    Frítt