Hæfingarstöðin

Hæfingarstöðin er dagþjónusta fyrir fatlað fólk á Suðurnesjum þar sem fólk fær tækifæri til að auka hæfni sína til starfa og þátttöku í daglegu lífi. Starfað er eftir hugmyndafræðinni um Þjónandi leiðsögn

Hæfingarstöðin býður upp á þjónustu sem tekur mið af þörfum hvers og eins. Áhersla er lögð á að efla sjálfstæði og að styrkja atvinnutengda- og félagslega færni.

Verkefni Hæfingarstöðvarinnar eru margvísleg, meðal annars búðin Hæfó sem selur vörur gerðar af þátttakendum og starfsfólki. Úrvalið má sjá á Facebook-síðunni Hæfó Smiðja.

Hæfingarstöðin er á Keilisbraut 755 í Reykjanesbæ. Hægt er að hafa samband í síma 420 3250 eða með tölvupósti á haefingarstod@reykjanesbaer.is.

Kostnaður

Gjaldið er 386 krónur fyrir daginn ef einstaklingur er í hádegismat.

Sækja um

Til að sækja um á Hæfingarstöðinni þarftu að vera:

  • 18 ára eða eldri
  • með fötlunargreiningu og á örorkubótum
  • með lögheimili í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Grindavík eða Sveitarfélaginu Vogum

Þú sækir um á vef Vinnumálastofnunar.