Björgin - Geðræktarmiðstöð Suðurnesja

Björgin er endurhæfing og athvarf fyrir fólk með geðheilsuvanda. Öllum er velkomið að koma og fá ráðgjöf í Björginni, það þarf ekki tilvísun til þess að sækja þjónustuna. Hægt er að fá frekari upplýsingar hjá starfsfólki með því að mæta, senda tölvupóst á bjorgin@reykjanesbaer.is eða hringja í síma 420 3270.

Markmið Bjargarinnar eru að:

  • rjúfa félagslega einangrun
  • efla sjálfstæði einstaklinga
  • auka samfélagsþátttöku
  • draga úr stofnanainnlögnum
  • auka þekkingu almennings á geðheilbrigðismálum
  • þjálfa fólk í atvinnutengdri hegðun og endurhæfa það til náms eða út á vinnumarkað

Mánaðargjald er 2.000 kr. og er greitt í byrjun hvers mánaðar. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Bjargarinnar eða á Facebook.

Endurhæfing

Miðar að því að gefa einstaklingum tækifæri til að efla færni sína á ýmsum sviðum. Boðið er upp á fræðslu, hópastarf, námskeið og ráðgjöf þar sem lögð er áhersla á að auka þekkingu og vitund einstaklingsins á uppbyggilegum málefnum sem stuðla að bata hans.

Allir sem eru í endurhæfingu í Björginni fá ráðgjafa sem heldur utan um þeirra endurhæfingu með þeim. Viðkomandi fær aðstoð við að sækja um endurhæfingarlífeyri hjá Tryggingastofnun (TR) og gerð er endurhæfingaráætlun. Í henni kemur fram í hverju endurhæfing viðkomandi mun felast en þar á meðal eru hópatímar tvisvar í viku, regluleg viðtöl hjá ráðgjafa og einhvers konar virkni yfir daginn. Gerð er krafa um 80% mætingu í endurhæfingu.

Athvarf

Athvarfið er fyrir einstaklinga sem vilja sækja Björgina án þess að taka markvisst þátt í dagskrá. Helsta markmiðið er að rjúfa félagslega einangrun. Félagsleg samvera er mikilvægasti þáttur athvarfsins og í raun grunnur að frekari endurhæfingu.

Samveran á sér bæði stað innan Bjargarinnar og úti í samfélaginu. Reglulegar eru skipulagðar ferðir, samverustundir og húsfundir auk ýmissa viðburða. Í Björginni er lögð áhersla á að hver og einn skipti máli.

 

Björgin - Geðræktarmiðstöð Suðurnesja
Suðurgötu 12-14 og 15-17.
Sími 420 3270

Vefsíða Bjargarinnar
Björgin á Facebook

Opnunartímar Bjargarinnar:

  • Mánudaga til fimmtudaga: 8:30-15:30
  • Föstudaga: 8:30-13:00