Í Reykjanesbæ eru tvö hjúkrunarheimili sem eru bæði rekin af Hrafnistu.
Nesvellir, Njarðarvöllum 2
Á heimilinu eru hjúkrunarrými fyrir 60 íbúa þar sem er veitt hjúkrunar- og læknisþjónusta allan sólarhringinn. Öll herbergi eru einbýli og er hvert um 35 fermetrar með sameiginlegu svefnherbergi og stofu auk baðherbergis og eldhúskróks. Haustið 2025 er áætlað að opna nýtt 60 rýma hús við hlið núverandi heimilisins.
Sjá nánari upplýsingar um Nesvelli.
Hlévangur, Faxabraut 13
Á Hlévangi eru hjúkrunarrými fyrir 30 íbúa þar sem er veitt hjúkrunar- og læknisþjónusta allan sólarhringinn. Öll rýmin eru einbýli en sum eru ekki með sér salerni eða sturtu. Starfsfólk og íbúar vinna í sameiningu að því að skapa heimilislegt, hlýlegt og virkt samfélag.
Sjá nánari upplýsingar um Hlévang.
Sækja um á hjúkrunarheimili
Þú fyllir út umsókn á þessu eyðublaði og sendir til færni- og heilsumatsnefndar hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Færni- og heilsumatsnefnd
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Skólavegur 6, 230 Reykjanesbæ
Sjá nánari upplýsingar um færnimat.
Ef þú ert með fyrirspurn um umsóknarferlið, umsóknir í vinnslu eða vilt fá ráðgjöf um val á hjúkrunarheimili, geturðu haft samband við nefndina hjá HSS á þriðjudögum í síma 422 0500.