Félagsstarf og hreyfing

Félagsleg samvera skiptir miklu máli fyrir almenna vellíðan. Fjöldi námskeiða og skipulagðir viðburðir eru í boði fyrir eldra fólk í Reykjanesbæ allt árið um kring. Félagsstarfið fer að mestu fram í þjónustumiðstöðinni á Nesvöllum en einnig í Virkjun, Reykjaneshöll og Íþróttaakademíu. Félagsstarf og viðburðir eru auglýstir á Facebook-síðu Nesvalla og á    Frístundir.is.

Félagsstarf í boði

  • Viðburður á föstudögum kl. 14 á Nesvöllum (auglýst á Facebook).
  • Listasmiðja, handverk og keramik.
  • Leikfimi og dans.
  • Bingó.
  • Félagsvist og bridge.
  • Boccia.
  • Pútt.
  • Ganga í Reykjaneshöllinni og fleira.

Þjónustukortið er notað til að greiða í leikfimi, listasmiðju og boccia. Það er til sölu á þjónustuborði á Nesvöllum.

Í Reykjanesbæ er nóg að gera

Hvatagreiðslur

Eldra fólk (67 ára á árinu eða eldra) getur fengið 45.000 krónur í hvatagreiðslu til að niðurgreiða íþróttir og tómstundir sem stuðla að betri heilsu og hreysti.

Til að fá hvatagreiðslu þarf að koma með greiðslukvittun fyrir starfið í Þjónustuver Reykjanesbæjar og fylla þar út eyðublað. Einnig er hægt að sækja rafrænt um hvatagreiðslu ef appið Sportabler er notað til að greiða fyrir námskeiðið.

Leiðbeiningar um skráningu í Sportabler

Sjá meira um hvatagreiðslur.

Sjá reglur um hvatagreiðslur.

Hafa samband