Hagsmunaaðilar

Frá heimsókn forsetahjónanna til Félags eldri borgara á léttum föstudegi á Nesvöllum í maí 2019. Forsetafrú heilsar gestum með handabandi.
Frá heimsókn forsetahjónanna til Félags eldri borgara á léttum föstudegi á Nesvöllum í maí 2019. Forsetafrú heilsar gestum með handabandi.

Félag eldri borgara á Suðurnesjum - FEBS

FEBS er frjáls félagsskapur fyrir 60 ára og eldri. Félagið er með aðstöðu á Nesvöllum þjónustumiðstöð.

Viðburðir á vegum FEBS eru auglýstir í staðarblöðum, þjónustumiðstöðvum Suðurnesja og á Facebook-síðunni FEBS fréttir.

Formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum er Kristján Gunnarsson. Upplýsingar um félagið gefa:

  • Kristján Gunnarsson, formaður, sími 896 5587
  • Sigurbjörg Jónsdóttir, gjaldkeri, sími 782 9661

Upplýsingar um félagið og starfsemina má einnig finna á vefsíðu félagsins febs.is.

Ganga í félagið

Þú getur sótt um aðild í félagið með því að fylla form á vefsíðunni febs.is eða haft samband við Sigurbjörgu gjaldkera í síma 782 9661 eða með tölvupósti á gjaldkerifebs@simnet.is með nafni, kennitölu og heimilisfangi.

Öldungaráð

Öldungaráð gætir hagsmuna eldra fólks í Reykjanesbæ og veitir bæjaryfirvöldum ráðgjöf varðandi mál eldra fólks í bænum. Ráðið hefur samráð við félag eldri borgara og annað fólk sem vinnur að málefnum þeirra.

Í Öldungaráði sitja að lágmarki 3 fulltrúar kosnir af sveitarstjórn að loknum sveitarstjórnarkosningum, 3 fulltrúar tilnefndir af félagi eldri borgara og 1 fulltrúi frá heilsugæslunni.

Netfang Öldungaráðs er oldungarad@reykjanesbaer.is.

Fulltrúar í öldungaráði

  • Borgar Jónsson (S)
  • Karítas Lára Rafnkelsdóttir (B)
  • Rúnar V. Arnarson (D)
  • Eyjólfur Eysteinsson (félag eldri borgara)
  • Guðrún Eyjólfsdóttir (félag eldri borgara)
  • Kristján Gunnarsson (félag eldri borgara)
  • Íris Dröfn Björnsdóttir (HSS)

Fundargerðir öldungarráðs