Moses Hightower í Hljómahöll

Hljómsveitin Moses Hightower kemur fram í beinni útsendingu í gegnum streymi á Facebook-síðu Hljómahallar og á vef ruv.is og á Rás 2. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00.

 Hljómahöll og Rokksafn Íslands bjóða landsmönnum upp á ýmsa tónlistartengda viðburði um þessar mundir í gegnum streymi á netinu á þessum óvissutímum.  Fyrst gestir komast ekki á tónleika í Hljómahöll og loka þarf Rokksafni Íslands þá geta gestir kíkt í rafræna heimsókn á tónlistartengda viðburði á næstu vikum. Þar á meðal má nefna beinar útsendingar frá tónleikum í Hljómahöll þar sem fram koma Ásgeir, Moses Hightower, GDRN og Hjálmar.

 Tónleikadagskrá á Facebook-síðu Hljómahallar (facebook.com/hljomaholl) og vef RUV.is og Rás 2:

  • GDRN – 7. apríl – kl. 20:00
  • Hjálmar - 16. apríl - kl. 20:00