Fötluðu fólki stendur til boða ýmis úrræði og þjónusta í búsetumálum. Val um stuðning fer eftir óskum og þörfum hvers og eins, í samráði við ráðgjafa á Velferðasviði og verkefnastjóra í málefnum fatlaðs fólks. Hægt er að fá upplýsingar og aðstoð við umsókn hjá ráðgjafa. Þú getur bókað viðtal á vefnum eða hringt í þjónustuver í síma 421 6700.
Heimili með sólarhringsþjónustu
Fatlað fólk sem þarf mikla þjónustu og stuðning getur sótt um búsetu á heimili sem er með sólarhringsþjónustu. Þjónustan er veitt á þremur heimilum fatlaðs fólks í Reykjanesbæ.
Þú sækir um á vefsíðunni Mitt Reykjanes. Þar velur þú Umsóknir og undir Velferð velur þú Umsókn um búsetuþjónustu fyrir fatlað fólk.
Þjónusta á eigin heimili
Fatlað fólk sem býr á eigin heimili getur fengið NPA-þjónustu og stjórnað sjálft fyrirkomulaginu. Lesa meira um NPA.
Hafa samband
Verkefnastjóri fatlaðs fólks