Bókabíó: Harry Potter og Viskusteinninn

Föstudaginn 18. september kl 16.30 verður myndin Harry Potter og Viskusteinninn sýnd í Bókabíói Bókasafns Reykjanesbæjar.

Á ellefu ára afmæli Harry Potter mætir risavaxinn maður til Harry's og tjáði honum að hann sé galdramaður og hafi fengið inngöngu í Hogwart – skóla galdra og seiða og magnað ævintýri hefst.

Myndin er sýnd með íslenskum texta. 

Tilboð verður á Ráðhúskaffi, kókómjólk og smákaka á 400 kr.