Íbúar Reykjanesbæjar, 15 ára og eldri, geta nú kosið á milli 27 fjölbreyttra hugmynda sem allar miða að því að auðga bæjarlífið. Hver og einn getur kostið allt að fimm hugmyndir en alls fara 30 milljónir í hlutskörpustu verkefnin. Kosningin stendur til og með 6. júní og hvetjum við alla íbúa til að taka þátt og skapa enn betri Reykjanesbæ saman.
Rafræn kosning til og með 6. júní
Íbúar Reykjanesbæjar eru hvattir til að senda inn fjölbreyttar hugmyndir að góðum verkefnum í bænum. Hugmyndirnar geta tengst því að gera Reykjanesbæ enn betri, skapa eitthvað nýtt, efla hreyfingu, hafa jákvæð áhrif á umhverfi og íbúa til útivistar og samveru, bættrar lýðheilsu eða aðstöðu til leikja- og skemmtunar. Gert er ráð fyrir að verja allt að 30 milljónum króna í þau verkefni sem fá flest atkvæði.
Hugmyndavefurinn er opinn 31. mars - 14. apríl 2021
Til að komast áfram í kosningu þurfa hugmyndirnar sem sendar eru inn að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
- Nýtast hverfi eða íbúum bæjarins í heild.
- Auðveldar í framkvæmd.
- Varða umhverfi á bæjarlandi en ekki á landi í einkaeigu.
- Falla að skipulagi og stefnu Reykjanesbæjar.
- Vera í verkahring sveitarfélagsins.
- Kostnaður hugmyndar taki ekki stóran hluta af fjármagni verkefnisins.
Senda inn hugmynd
Hver hugmynd þarf að vera vel útskýrð og með nákvæma staðsetningu. Það auðveldar íbúm að meta hugmyndina og hvort þau vilja gefa henni atkvæði. Athugið að starfsmenn Reykjanesbæar geta óskað eftir nánari skýringum fyrir hverja hugmynd.
Hugmyndir að framkvæmdum á íþrótta-, sundlaugar- og skólasvæðum þarf að skoða sérstaklega.
Kosið verður um bestu hugmyndirnar dagana 31. maí til 6. júní.
Nánar um Betri Reykjanesbæ 2021
Almennar upplýsingar
Verkefnið í heild er í fimm fösum
1. Skilgreina fjármagn í verkefnið.
Skilgreina það fármagn sem Reykjanesbær setur í íbúalýðræðisverkefnið.
2. Hugmyndasöfnun
Hugmyndasöfnun í 2 vikur í mars. Markaðsett og kynnt vel fyrir íbúum.
3. Umræða um hugmyndir og úrvinnsla
Hugmyndir metnar af sérfræðingum Reykjanesbæjar, lagt mat á kostnað við hönnun
og framkvæmd.
4. Kosningar
Verkefnum stillt upp til kosninga (fer eftir fjölda hugmynda hversu mörg)
Rafræn kosning um verkefni í maí sem stæði yfir í viku
5. Framkvæmd
Undirbúningur útboðs. Verkhönnun verkefna og gerð útboðsgagna.
Framkvæmdir frá júní 2021 til október 2021
Skilyrði verkefna
Verkefnin þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði til að komast í kosningu:
- Nýtist íbúum bæjarins.
- Vera framkvæmanleg án mjög flókins undirbúnings.
- Varða umhverfi á bæjarlandi en ekki á landi í einkaeigu.
- Hugmyndasmiður má ekki hafa fjárhagslegan ávinning af hugmyndinni.
- Falla að skipulagi Reykjanesbæjar og stefnu, sé í verkahring sveitarfélagsins.
Hugmyndin þarf að vera framkvæmanleg, skýr og lýsandi, þannig að aðrir eigi auðvelt með átta sig á því sem um er að ræða. Koma þarf fram um hvað verkefnið snýst og hvar nákvæm staðsetning er. Greinargóð lýsing auðveldar mat og því hvort hún nái athygli annarra íbúa ef hún kemst í kosningu. Starfsmenn taka við hugmyndunum og meta hvort hægt sé að ráðast í framkvæmdina á vettvangi kosningarinnar. Starfsmenn geta óskað eftir nánari skýringum um hverja hugmynd.
Þegar hugmynd er sett inn á samráðsvefinn þarf fyrst að skrá sig á vefinn og huga að því að heiti hugmyndar, staðsetning og lýsing sé skýr. Með sama hætti er hægt að bæta við rökstuðningi hugmyndar.
Forgangsröðun hugmynda á vef
Íbúar kynna sér á vefnum hugmyndir annarra, geta rökrætt þær og gefið þeim vægi sitt. Allar hugmyndir og rökstuðningur úr ferlinu eru sett á samráðsvefinn til umræðu. Stuðningur við hugmynd á þessu stigi hefur áhrif á það hvort hún eigi möguleika á að komast áfram í kosningu þar sem fjármagni er úthlutað. Þó skal hafa í huga að jafnvel vinsælar hugmyndir geta verið slegnar út ef í ljós kemur að þær uppfylla ekki skilyrði um kostnað og framkvæmanleika. Mikilvægt er að hafa í huga að á þessu stigi er um undankeppni að ræða - stuðningur á samráðsvefnum er ekki endanlegt val. Það fer fram í rafrænni kosningu.
Mat fagteymis
Teymi starfsfólks Reykjanesbæjar byrjar að meta hugmyndir um leið og þær berast á vefinn. Hugmyndirnar eru metnar út frá þeim leiðbeiningum sem gefnar eru í söfnun hugmynda. Niðurstöðum fagteymis verður miðlað við hverja hugmynd á samráðsvefnum jafnóðum þannig að notendur viti ef hugmyndin kemur ekki til álita í óbreyttri mynd. Reynt verður að
kalla eftir frekari lýsingu og aðlaga hugmynd í samvinnu við hugmyndahöfund og notendur vefsins.
Þær hugmyndir sem eru óframkvæmanlegar eða fara umfram fjárhagsramma verkefnisins og sem ekki næst með góðu móti að aðlaga kröfunum í samtali fagteymis við hugmyndahöfunda, detta sjálfkrafa út og verða ekki í boði við kosningu.
íbúakosning 31. maí - 6. júní
Þegar verkefnum hefur verið stillt upp gefst íbúum Reykjanesbæjar kostur á að velja á milli verkefna. Það fer eftir kostnaði við þau verkefni sem komast áfram hvað er hægt að fara í mörg verkefni í hvert sinn.
Valið fer fram á sérstöku vefsvæði þar sem notandi auðkennir sig með öruggum hætti (með Íslykli eða rafrænum skilríkjum) og þar sem atkvæði er dulkóðað. Þannig er aldrei hægt að tengja atkvæði við einstaklinga. Þátttaka er opin öllum sem verða 15 ára á árinu og eldri og hafa lögheimili í Reykjanesbæ þegar kosningin fer fram.
Framkvæmd verkefna
Verkefni verða hönnuð, boðin út og framkvæmd frá vori og fram eftir ári eftir umfangi verkefna. Upplýsingum um framgang þeirra verður miðlað á vef Reykjanesbæjar. Leitast verður við að hafa samráð við hugmyndasmiði og íbúa um útfærslu verkefna - ekki síst í þeim tilfellum þegar aðlaga þarf hugmyndir að framkvæmdum. Þeim hugmyndum sem ekki ná kosningu en koma inn á tímabilinu verður komið í farveg hjá Reykjanesbæ, t.d. sem ábendingum til fagnefnda eða sem innleggi í skipulagsumræðu.
Aðstoð og upplýsingar
Þeir sem ekki geta sett fram hugmyndir á samráðsvef, s.s. vegna fötlunar, býðst á meðan á hugmyndasöfnun stendur að senda hugmyndir sínar með tölvupósti á Reykjanesbaer@Reykjanesbaer.is. Einnig er hægt að hafa samband við Þjónustuver Reykjanesbæjar og óska eftir aðstoð.