7. fundur menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Gömlu búð 4. mars 2020, kl. 08:30
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður, Arnar Páll Guðmundsson, Eydís Hentze Pétursdóttir, Sigrún Inga Ævarsdóttir, Trausti Arngrímsson, Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.
1. Kynning á Vestnorden 2020 (2019080689)
Hrafnhildur Ýr Hafsteinsdóttir mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.
Vestnorden er samstarfsverkefni á milli Íslands, Grænlands og Færeyja í formi ferða- kaupstefnu sem haldin er á hverju ári, annað hvert ár á Íslandi og svo skiptast Færeyjar og Grænland á hin árin að bjóða heim. Aðal áhersla kaupstefnunnar er á þessi þrjú lönd. Gert er ráð fyrir um það bil 600 til 700 manns á viðburðinn. Kaupstefnan er með business-to-business formi, fyrir bæði seljendur og kaupendur og eru fyrirtæki og þátttakendur bæði erlendir og íslenskir. Viðburðurinn er ekki opin almenningi.
Fylgigögn:
Greinagerð vegna Vestnorden
2. Menningarstefna Reykjanesbæjar (2019051729)
Málinu frestað.
3. Slökkviliðssafn (2020010293)
Málinu frestað.
4. Sameiginleg atvinnustefna fyrir Suðurnes (2020021465)
Menningar- og atvinnuráð tekur undir með Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum að nauðsynlegt sé að samræma í eitt skjal atvinnustefnur fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum. Ráðið felur verkefnastjóra viðskiptaþróunar að koma stefnumálum Reykjanesbæjar á framfæri.
Fylgigögn:
Sameiginleg atvinnustefna
5. Ársskýrsla Byggðasafns Reykjanesbæjar 2019 (2020021611)
Ársskýrslan lögð fram. Ráðið þakkar framkomna ársskýrslu og hrósar starfsmönnum fyrir greinagóða skýrslu.
Fylgigögn:
Ársskýrsla Byggðasafns Reykjanesbæjar 2019
6. Ársskýrsla Bókasafns Reykjanesbæjar (2020030009)
Ársskýrslan lögð fram. Ráðið þakkar framkomna ársskýrslu og hrósar starfsmönnum fyrir greinagóða skýrslu.
Fylgigögn:
Ársskýrsla Bókasafns Reykjanesbæjar 2019
7. Atvinnuleysistölur (2020010478)
Atvinnuleysistölur lagðar fram. Menningar- og atvinnuráð leggur til að skipaður verður átakshópur starfsfólks og nefndarmanna í því skyni að leita lausna vegna þessa mikla atvinnuleysis sem nú er í Reykjanesbæ. Markmið er að skapa stöðugra og fjölbreyttara atvinnulíf til framíðar.
Fylgigögn:
Atvinnuleysistölur 31.01.2020
8. Rekstrarsamningur við Félag myndlistarmanna v/Hafnargötu 2 (2020030024)
Menningar- og atvinnuráð samþykkir að endurnýja rekstrarsamning við Félag myndlistarmanna vegna rekstur á Hafnargötu 2 til eins árs.
9. Umsókn um verkefnastyrk – Norðuróp (2020021613)
Úthlutun Norðuróp vegna Óperustúdíó kr. 500.000.-
10. Umsókn um verkefnastyrk – Leikhópurinn Lotta (2020021610)
Úthlutun Leikhópurinn Lotta vegna Hans Klaufa í Andrews kr. 50.000.-
11. Umsókn um verkefnastyrk – Menningarfélagið í Höfnum (2020021369)
Úthlutun Menningarfélagið í Höfnum vegna tónleika í Kirkjuvogskirkju á Ljósanótt kr. 150.000.-
12. Umsókn um verkefnastyrk – FFGÍR – Foreldrafélög grunnskóla (2020021362)
Úthlutun FFGÍR – Foreldrafélög grunnskóla vegna bóka- og tímaritakaupa til grunnskóla og Fjörheima kr. 0.-
13. Umsókn um verkefnastyrk – Jóhanna María Kristinsdóttir (2020021336)
Úthlutun Jóhanna María Kristinsdóttir vegna uppsetning gamanóperu kr. 300.000.-
14. Umsókn um verkefnastyrk – Erlingur Arnarsson (2020021335)
Úthlutun Erlingur Arnarsson vegna Bítlamessu kr. 50.000.-
15. Umsókn um verkefnastyrk – Rúnar Þór Guðmundsson (2020021333)
Úthlutun Rúnar Þór Guðmundsson vegna Nýárstónleika – Gala kr. 200.000.-
16. Umsókn um verkefnastyrk – Kvennakór Suðurnesja (2020021313)
Úthlutun Kvennakór Suðurnesja vegna vortónleika – kvikmyndatónlist kr. 100.000.-
17. Umsókn um verkefnastyrk – Guðný Kristjánsdóttir og Halla Karen Guðjónsdóttir (2020021311)
Úthlutun Guðný Kristjánsdóttir og Halla Karen Guðjónsdóttir vegna Leiklistarnámskeiðs fyrir börn og unglinga kr. 400.000.-
18. Umsókn um verkefnastyrk – Guðbrandur Einarsson (2020021074)
Úthlutun Guðbrandur Einarsson vegna Blik í auga fær kr. 500.000.-
19. Umsókn um þjónustusamning – Félag harmonikkuunnenda (2020021608)
Úthlutun Félag harmonikkuunnenda fær kr. 100.000.-
20. Umsókn um þjónustusamning – Eldey, kór eldri borgara (2020021609)
Úthlutun Eldey, kór eldri borgara kr. 100.000.-
21. Umsókn um þjónustusamning - Karlakór Keflavíkur (2020021386)
Úthlutun Karlakór Keflavíkur kr. 300.000.-
22. Umsókn um þjónustusamning – Ljósmyndafélagið Ljósop (2020021334)
Úthlutun Ljósmyndafélagið Ljósop kr. 50.000.-
23. Umsókn um þjónustusamning – Danskompaní (2020021332)
Úthlutun Danskompaní kr. 600.000.-
24. Umsókn um þjónustusamning – Sönghópur Suðurnesja (2020021324)
Úthlutun Sönghópur Suðurnesja kr. 200.000.-
25. Umsókn um þjónustusamning – Kvennakór Suðurnesja (2020021312)
Úthlutun Kvennakór Suðurnesja kr. 300.000.-
26. Umsókn um þjónustusamning – Söngsveitin Víkingarnir (2020021263)
Úthlutun Söngsveitin Víkingarnir kr. 200.000.-
27. Umsókn um þjónustusamning – Félag myndlistarmanna (2020021258)
Úthlutun Félag myndlistarmanna kr. 150.000.-
28. Umsókn um þjónustusamning – Málfundarfélagið Faxi (2020021155)
Úthlutun Málfundarfélagið Faxi kr. 150.000.-
29. Umsókn um þjónustusamning – Norræna félagið (2020021109)
Úthlutun Norræna félagið kr. 100.000.-
30. Umsókn um þjónustusamning – Leikfélag Keflavíkur (2020021075)
Úthlutun Leikfélag Keflavíkur kr. 500.000.-
31. Önnur mál (2020010011)
Safnahelgi á Suðurnesjum verður haldin helgina 14.-15.mars og hvetur ráðið íbúa og gesti til að nýta tækifærið og kynna sér söfn og sýningar á svæðinu. Ráðið þakkar undirbúningsaðilum gott starf.
Ráðið óskar Leikfélagi Keflavíkur til hamingju með frumsýningu verksins Benedikts búálfs og hvetur foreldra til að fjölmenna með börn sín á sýninguna.
Ráðið óskar Listasafni Reykjanesbæjar til hamingju með opnun sýninganna Sögur úr Safnasafni og Lífanga og hvetur bæjarbúa til að sjá þær.
Ráðið óskar Guðjóni Ketilssyni og Listasafni Reykjanesbæjar til hamingju með þann heiður að Guðjón var valinn listamaður ársins fyrir sýningu sína Teikn í safninu árið 2019. Þá óskar ráðið einnig Aðalsteini Ingólfssyni sýningarstjóra til hamingju um leið og það færir honum þakkir fyrir áralangt og farsælt starf í þágu safnsins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. mars 2020