344. fundur

13.09.2024 14:00

344. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar - aukafundur var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 13. september 2024, kl. 14:00

Viðstaddir: Róbert Jóhann Guðmundsson formaður, Eysteinn Eyjólfsson, Guðbergur Ingólfur Reynisson, Gunnar Felix Rúnarsson og Helga María Finnbjörnsdóttir.

Að auki sátu fundinn Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Margrét Lilja Margeirsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála og Gunnar Ellert Geirsson deildarstjóri umhverfismála.

1. Umferðarmál - hönnun og framkvæmdir (2022110639)

Smári Ólafsson frá VSÓ og Jóhann Ingi Jóhannsson frá Vegagerðinni fóru yfir valkostagreiningu, matsþætti og forsendur, varðandi framtíðarskipan Reykjanesbrautar frá Fitjum að Rósaselstorgi.

Umhverfis- og skipulagsráð þakkar Smára og Jóhanni fyrir kynninguna. Ráðið mun taka málið til nánari skoðunar, meta forsendur og matsþætti og í framhaldi koma á framfæri athugasemdum og ábendingum til Vegagerðarinnar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. október 2024.