Fánastöng aftan við Duus Safnahús

Fánastöng aftan við Duus Safnahús

Fánastöngin stóð við hús Gunnlaugs Karlssonar skipstjóra, Gulla á Voninni (f. 17.02.1923 d. 05. 02. 2009)

Færð Reykjanesbæ eftir hans dag árið 2009.

Gunnlaugur byrjaði 12 ára gamall á trillu með föður sínum og fór í Stýrimannaskólann á Ísafirði 1944. Hann tók við bátnum Bjarna Ólafssyni 1946. Gunnlaugur byrjaði með Vonina 1953 sem hann eignaðist síðar. Árið 1961 keypti hann Pálínu SK 2 og skírði hana Vonin KE 2. Gunnlaugur hætti í útgerð 1989.

 

Ábyrgðaraðili: Byggðasafn Reykjanesbæjar