Olíutrektin

Olíutrektin

Við ÓB stöðina á Fitjum.

Stefán Geir Karlsson hefur starfað að listsköpun í 25 ár og er einkum þekktur fyrir skúlptúra sem unnir eru undir áhrifum popplistar.

Þannig hefur hann meðal annars stækkað upp hversdagslega hluti og með því krafið áhorfandann um að horfa á þekkt viðfangsefni öðrum augum en áður. Hlutina velur hann þó ekki bara vegna formfæðilegrar fegurðar þeirra heldur eru þeir á ýmsan hátt tengdir æskuminningum listamannsins og sumir hverjir þjóðerni. Olíutrektin var hluti af sýningargripum á sýningu Stefáns í Listasafni Reykjanesbæjar árið 2003 en vegna stærðar verksins var það sýnt utandyra.

 

Ábyrgðaraðili: Umhverfissvið Reykjanesbæjar