Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið.
Skólar í Reykjanesbæ vinna nú að skipulagningu skólastarfs m.v. ofangreindar ákvarðanir. Þegar hefur verið ákveðið að mánudagurinn 16.mars verði starfsdagur í leik- og grunnskólum til þess að stjórnendur og starfsmenn geti skipulagt skólastarfið sem best á þessu tímabili sem takmörkunin nær til. Því fellur skólastarf niður og frístundaheimilin verða lokuð.
Foreldrar eru beðnir um fylgjast vel með upplýsingum sem koma frá skólunum.