Eldgos hófst í Sundhnjúkagígaröðinni rétt fyrir miðnætti í gær, 20. nóvember. Í morgun tók hraun að renna yfir Njarðvíkuræðina sem fæðir heitt vatn til sveitarfélagsins. Njarðvíkuræðin fór síðast undir hraun í febrúar síðastliðinn með þeim afleiðingum að Suðurnesin voru án heitavatns í nokkra daga. Í kjölfar þess atburðar var lögnin varin og standa vonir til að sú framkvæmd dugi til að verja vatnslögnina.
Neyðarstjórn Reykjanesbæjar hefur verið virkjuð og fylgist grannt með gagni mála. Mikilvægt er að íbúar fylgist með fréttum og gera viðeigandi ráðstafanir út frá þeim tilmælum sem eru gefin út á hverjum tíma.
Íbúar eru einnig hvattir til að fylgjast vel með á miðlum HS veitna og með loftgæðum á www.loftgaedi.is og loka gluggum þegar þurfa þykir.
Hér má nálgast gasdreifispá https://www.vedur.is/eldfjoll/eldgos-a-reykjanesi/gasmengun/