Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árin 2016 – 2019 var lögð fram í bæjarstjórn í gær, þriðjudaginn 3. nóvember og fór til fyrri umræðu. Frekari umræðum var frestað til bæjarstjórnarfundar 17. nóvember nk.
Í fjárhagsáætluninni kemur fram að í bæjarsjóði (A-hluta) hefur framlegð rekstrar batnar verulega frá árinu 2014 sem og frá útkomuspá 2015 og verður um 967 m.kr. Í Sókninni sem var kynnt fyrir rétt rúmu ári síðan var gert ráð fyrir að framlegð úr rekstri bæjarins þyrfti að aukast um 900 m.kr. Rekstrarniðurstaða eftir afskriftir í bæjarsjóði er jákvæð og er um 585 m.kr.
Vegna skuldastöðu bæjarfélagsins eru fjármagnsgjöldin há m.a. að teknu tilliti til áætlaðrar verðbólgu sbr. Þjóðhagsspá og eru fjármagnsgjöldin áætluð 1.357 m.kr. í bæjarsjóði.
Gert er ráð fyrir að fjármagn vegna nýframkvæmda verði 300 m.kr. Einnig er gert ráð fyrir að á árinu 2017 verði byggður nýr leikskóli og á árinu 2018 verði byggður nýr grunnskóli.
Gert er ráð fyrir 1% íbúafjölgun árlega. Útsvar verður 15,05% á árinu 2016 en mun svo lækka aftur í 14,52% frá 1. janúar 2017.
Hvað varðar skuldir og skuldbindingar Reykjanesbæjar og dótturfyrirtækja (Reykjaneshöfn og Fasteignir Reykjanesbæjar) þá er í þessari fjárhagsáætlun gert ráð fyrir óbreyttri stöðu lána og leiguskuldbindinga enda er ekki komin nein niðurstaða í viðræðum við kröfuhafa.
Helstu niðurstöður eru eftirfarandi:
- Rekstrarniðurstaða samstæðu (A+B hluti) árið 2016 er neikvæð um 600 m.kr.
- Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs (A hluti) árið 2016 er neikvæð um 772,4 m.kr.
- Eignir samstæðu árið 2016 er 49,1 milljarður.
- Eignir bæjarsjóðs árið 2016 er um 25 milljarðar.
- Skuldir og skuldbindingar samstæðu árið 2016 er 44,6 milljarðar.
- Skuldir og skuldbindingar bæjarsjóðs árið 2016 er 23,9 milljarðar.
- Veltufé frá rekstri samstæðu árið 2016 er 2.821 m.kr.
- Veltufé frá rekstri bæjarsjóðs árið 2016 er 745 m.kr.
Hér má nálgast fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2016 - 2019 til fyrri umræðu.
Umfjöllun um fjárhagsáætlun má nálgast í fundargerð bæjarstjórnar frá í gær.
Einnig má fá nánari upplýsingar í upptöku af fundi.