Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2018 - 2022 til fyrri umræðu

Ráðhús Reykjanesbæjar
Ráðhús Reykjanesbæjar

Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2018 – 2022 var lögð fram á bæjarstjórnarfundi í gær til fyrri umræðu til samræmis við aðlögunaráætlun sem gildir til ársins 2022. Í fjárhagsáætlun kemur fram að framlegð samstæðu (A og B hluta) verður 4.385 miljónir króna. Rekstrarniðurstaða eftir afskriftir í samstæðu verða 3.052 milljónir króna og rekstrarniðurstaða samstæðu eftir fjármagnsliði er 717,3 milljónir króna. Framlegð rekstrar í bæjarsjóði (A hluta) verður 1.416 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða eftir afskriftir í bæjarsjóði er 1.021 milljón króna og rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs eftir fjármagnsliði er 125 milljónir króna. Síðari umræða um fjárhagsáætlun verður á 533. fundi bæjarstjórnar þann 5. desember 2017.

3% íbúafjölgun á næstu árum

Í forsendum fjárhagsáætlunar er gert ráð fyrir 3% íbúafjölgun árin 2018 og 2019 en lækki eftir það niður í 2,5%. Útsvar verður lækkað í byrjun árs 2019 úr 15,05% í 14,52% og fasteignaskattur úr 0,5% í 0,48%.

Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að fjármagn vegna nýframkvæmda verði 300 milljónir króna. Árið 2018 hefst bygging fyrsta áfanga nýs skóla, Stapaskóla í Dalshverfi og gert er ráð fyrir stækkun eins leikskóla á Ásbrú.

Helstu niðurstöður eru eftirfarandi:

• Rekstrarniðurstaða samstæðu (A og B hluti) árið 2018 er jákvæð um 717,3 m.kr.
• Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs (A hluti) árið 2018 er jákvæð um 125 m.kr.
• Eignir samstæðu árið 2018 er 55,3 milljarða.kr.
• Eignir bæjarsjóðs árið 2018 er um 31,8 milljarða.kr.
• Skuldir og skuldbindingar samstæðu árið 2018 er 45,1 milljarða.kr.
• Skuldir og skuldbindingar bæjarsjóðs árið 2018 er 26,7 milljarða.kr.
• Veltufé frá rekstri samstæðu árið 2018 er 3.909 m.kr.
• Veltufé frá rekstri bæjarsjóðs árið 2018 er 1.403 m.kr.
• Framlegð samstæðu árið 2018 er 21,2%
• Framlegð bæjarsjóðs árið 2018 er 10,3%

Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2018 til og með 2022- fyrri umræða 7.11.2017

Forsendur og markmið fjárhagsáætlunar 2018 til og með 2022