Í nýgerðri úttekt sem stærðfræðingurinn Pawel Bartoszek vann fyrir tímaritið Frjálsa verslun kemur fram að Fjölbrautaskóli Suðurnesja er sjöundi besti framhaldsskóli landsins af 101 skólum samtals.
Menntaskólinn í Reykjavík hefur nokkra yfirburði í fyrsta sæti listans en í úttektinni er skólum gefin stig, frá 0 upp í 100, í sautján flokkum sem byggja á auðfáanlegum og opinberum gögnum.
Meðal þess sem horft er til er menntun kennara, aðsókn í skólana, frammistaða í fjölmörgum námstengdum keppnum og þrautum og jafnframt árangur skólanna í Gettu betur, Morfís og Söngkeppni og Íþróttavakningu framhaldsskólanna.
Fréttablaðið greinir frá þessu.