Áhrif Covid-19 veirunnar hafa haft umtalsverð áhrif á daglegt líf
Þær breytingar sem hafa orðið í okkar samfélagi vegna Covid-19 veirunnar hafa haft umtalsverð áhrif á daglegt líf barna og ungmenna. Sum börn og ungmenni eiga tiltölulega auðvelt með að takast á við þessar breytingar, á meðan þær reynast öðrum börnum og fjölskyldum erfiðar.
Sálfræðingar á fræðslusviði hafa útbúið hagnýtt efni fyrir foreldra undir yfirskriftinni Að takast á við óvissutíma. Efnið er gert aðgengilegt foreldrum á formi tveggja glærukynninga Hagnýt ráð til að viðhalda reglu og rútínu og Hagnýt ráð fyrir foreldra barna og ungmenna sem sýna óöryggi. Markmið fræðsluefnisins er að veita hjálpleg ráð sem geta nýst foreldrum að styðja við börnin sín á þessum óvissutímum. Það er okkar von að efnið sé aðgengilegt og nýtist sem flestum foreldrum. Þú getur nálgast fræðsluefnið með því að smella hér.
Sálfræðingar á fræðslusviði munu einnig bjóða uppá símaráðgjöf til foreldra barna í leik- og grunnskólum á meðan á samkomubanni stendur. Símaráðgjöfinni er ætlað að styðja foreldra við að aðstoða börnin sín að takast á við breyttar aðstæður á tímum Covid-19 veirunnar og fylgja fræðsluefninu eftir með almennri ráðgjöf til foreldra. Símtölin miðast við 10-15 mínútur.
Í símaráðgjöfinni verður lögð áherslu á
- Almenn ráð til foreldra um hvernig þau geti aðstoðað börnin sín við að takast á við óvissu
- Hjálpleg ráð fyrir foreldra barna og ungmenna sem sýna óöryggi
- Hjálpleg ráð um hvernig megi viðhalda reglu og rútínu
Þú getur óskað eftir símaráðgjöf með því að senda tölvupóst á simaradgjof@reykjanesbaer.is með upplýsingum um nafn þitt, kennitölu og símanúmer. Sálfræðingar á fræðslusviði munu hafa samband við tækifæri. Símaráðgjöfin verður fyrir hádegi á þriðjudögum og fimmtudögum á meðan samkomubanni stendur.
Fyrir hönd fræðslusviðs,
Einar Trausti Einarsson yfirsálfræðingur