Reykjanesbær hefur innleitt hlunnindakort sem allir sem starfa fyrir sveitarfélagið fengu afhent um áramótin. Kortið sem er rafrænt veitir fjölbreyttan aðgang að þjónustu og afþreyingu. Þetta er hluti af framtaki bæjarins til að efla menningar þátttöku og lífsgæði, ásamt því að leggja áherslu á vellíðan og sjálfsrækt starfsfólks sveitarfélagsins.
Meðal hlunninda eru:
- Gjaldfrjáls aðgangur að sundstöðum Reykjanesbæjar
- Gjaldfrjálsar strætóferðir innanbæjar
- Bókasafnskort með aðgangi að útlánum og rafrænu efni
- Gjaldfrjáls aðgangur að söfnum Reykjanesbæjar
Hlunnindakortið undirstrikar framsýna nálgun Reykjanesbæjar við að gera vinnustaðinn aðlaðandi og styðja við heilsu, virkni og þátttöku þeirra sem þar starfa.